Annarri triviu er nú lokið og heldur fleiri tóku þátt að þessu sinni, eða 19 hugarar. Svör við spurningunum bárust á eftirtalinn hátt:

1 Liverpool, peturp, rfm, QDOGG, valahg1, follu, tactical
2 sofus, MrCrowley, Liverpool, killy, peturp, rfm, WorkZ, shakaluka, QDOGG, valahg1, Plee, sam92, Laggs, follu, tactical
3 sofus (½), MrCrowley, Liverpool (½), Jorgenmar, peturp, rfm, WorkZ, QDOGG, valahg1, Plee, Laggs, HilmarTh (½), follu, kmobo (½), tactical
4 sofus, MrCrowley, Liverpool, killy, Jorgenmar, peturp (½), rfm, WorkZ, QDOGG, valahg1, Laggs, follu, kmobo, tactical
5 sofus
6 sofus, MrCrowley, Liverpool, Jorgenmar, peturp, rfm, WorkZ, valahg1, Plee, Laggs, follu, F4nn4r, HilmarTh, kmobo, tactical
7
8 sofus, MrCrowley, Liverpool, killy, Jorgenmar, peturp, rfm, WorkZ, shakaluka, QDOGG, valahg1, Plee, sam92, Laggs, follu, F4nn4r, kmobo, tactical
9 sofus, MrCrowley, Plee, Laggs, F4nn4r, tactical
10 sofus, MrCrowley, Liverpool, killy, Jorgenmar, peturp, rfm, WorkZ, shakaluka (½), QDOGG, valahg1, Plee, sam92 (½), Laggs, HilmarTh (½), follu, F4nn4r (½), tactical

Lokastaðan fyrir triviu 2 er s.s.

1. tactical 8
2. sofus 7 ½
3. rfm, valahg1, follu, MrCrowley, Laggs 7
4. Liverpool, peturp 6 ½
5. QDOGG, WorkZ, Plee 6
6. Jorgenmar 5
7. killy 4
8. F4nn4r, kmobo 3 ½
9. sam92, shakaluka 2 ½
10. HilmarTh 2

Efstu 5 sætin yfir heildina, þ.e. triviu 1 og 2 skipa því

1. MrCrowley, tactical 17
2. peturp 15 ½
3. follu 14
4. Liverpool 12 ½
5. sofus 7 ½

Heildarlista yfir stig hjá keppendum má sjá bráðlega m.þ.a. smella á Sjá meira á triviukubbnum. Ný trivia kemur vonandi upp í dag en í síðasta lagi á morgun. Ég biðst afsökunar vegna óviðráðanlegra tafa.

Við skulum bara vinda okkur í svörin:

1. Óháðar kvikmyndir

Þó að flestar myndir sem koma í kvikmyndahús hérlendis séu myndir úr bandaríska stúdíókerfinu berst norður í ballarhaf einnig mikið af óháðum myndum og þá sérstaklega með nýtilkomnum kvikmyndahátíðum. Á síðasta ári mátti sjá Óskarsverðlaunatilnefndan leikara í 3 óháðum kvikmyndum í kvikmyndahúsum hérlendis. Hver er þessi leikari?


Svarið við þessu er Don Cheadle. Myndirnar sem hann var í voru Crash, Hotel Rwanda og The Assassination of Richard Nixon.

2. Tenging.

Tengið saman Seth Green og Nicole Kidman á sama hátt og í síðustu triviu. .


Seth Green lék í Austin Powers III sem Tom Cruise lék lítið hlutverk í. Tom Cruise lék svo með Nicole Kidman í Eyes Wide Shut. Þessi var frekar auðveld.

3. Spurt er um mynd eftir ótiltekinn leikstjóra.

Leikstjóri þessi hefur aldrei fengið Óskarsverðlaun en hefur unnið með stjörnum eins og Nicholas Cage og Russel Crowe. Hann sendi sína fyrstu mynd í fullri lengd frá sér árið 1977 og 2 árum seinna gerði hann vísindaskáldskaparmynd sem gerði hann heimsfrægan. Á níunda áratugnum gerði hann svo annan vísindaskáldskap sem er yfirleitt talin með hans bestu myndum ef ekki sú besta. Hver er myndin? (½ stig fæst fyrir að vita hver leikstjórinn er) .


Leikstjórinn er Ridley Scott, en hann sendi frá sér Alien árið 1979 sem er mjög vinsæl í dag. Hann vann t.d. með Nicholas Cage í Matchstick Men og Ruseel Crowe í The Gladiator. Á níunda áratugnum gerði hann svo Blade Runner sem er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar.

4. Spurt er um mynd með ótilteknum leikara.

Leikari þessi hefur t.d. leikið í myndum eftir David Lynch og Brett Ratner og hefur unnið ein Óskarsverðlaun, sem var árið 1992. Sú mynd með honum sem síðast kom út er byggð á sannri sögu og fjallar um mann sem setti landhraðamet á mótórhjóli. Hann hefur einu sinni verið í mynd með Jim Carrey á ferli sínum. Í hvaða mynd var það? (½ stig fæst fyrir að vita hver leikarinn er) .


Þetta er Anthony Hopkins en hann vann með David Lynch í The Elephant Man og Brett Ratner í Red Dragon. Hann vann Óskarinn árið 1992 fyrir Silence of the Lambs. Nýjasta mynd hans, sem er komin út, heitir The World's Fastest Indian og fjallar um indverska manninn sem setti landhraðamet á mótórhjóli.

5. Kvikmyndatónlist.

Hlustið á 30-sekúndna tónlistarbút á slóðinni http://212.30.203.209/Video/trivia-02-2006.mp3. Úr hvaða kvikmynd er þessi bútur? .


Ég vissi ekki að þetta væri svona erfitt en eins og sést að ofan gat bara einn þessa spurningu. Þetta er allaveganna úr kvikmyndinni Dark City eftir Alex Proyas frá 1998 að ég held.

6. Skjáskot.

Skoðið skjáskotið á slóðinni http://212.30.203.209/Myndir/trivia-02-2006.jpg . Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?


Þessi var alls ekki erfið en þetta er úr Mystic River. Tim Robbins, Sean Penn og Kevin Bacon sem börn [þ.e. karakterarnir þeirra] og kaþólski presturinn sem að tók einn þeirra í mjög eftirminnilega bílferð [kannski var þetta bara bílstjórinn, ég man það ekki alveg].

7. Skörun.

Hvað eiga Tim Roth, Brad Pitt og Martin Lawrence sameiginlegt?


Ég viðurkenni alveg að þessi var mjög erfið. Mér finnst bara gaman að svona spurningum enda þarf mikið að pæla í þessu og svo kom skörunarspurningin í síðustu triviu vel út. Ég ætla að ítreka að tengingarnar eiga að snúast um myndir sem leikararnir sem nefndir eru leika í. Svör eins og að þeir hafi allir fengið Óskarinn, að þeir hafi allir komið hjá Jay Leno eða að þeir hafi allir tannhold gefa s.s. ekki stig. Ég skal reyna að orða þetta skýrar næst þegar ég set svona spurningu inn. Hins vegar skal athuga að það er meginregla að það sem leikararnir eigi sameiginlegt snúist um myndir sem þeir hafi leikið í frekar en persónur eða slíkt sem þeir hafa leikið. Ég gef aðeins rétt fyrir svarið ef það er það sem ég hafði í huga og gildir það jafnt um alla. En allaveganna… svarið við þessu er að Tim Roth lék eins og allir vita í Reservoir Dogs, Brad Pitt lék í Snatch og Martin Lawrence í Blue Streak. Það sem er sameiginlegt í öllum þessum myndum er demantarán. Hér hefði t.d. líka mátt segja að þeir hafi allir leikið lögregluþjón en svarið á að tengjast myndunum sjálfum, ekki karakterum sem leikararnir hafa leikið.

8. Spurt er um mynd.

Mynd sem kom út fyrir 2 árum fjallar um mann sem flýr einfaldleika veruleikans með því að setja sögur af sjálfum sér ungum í ævintýrabúning. Í sömu mynd leikur Danny DeVito sirkusstjóra. Hver er myndin?


Þetta var spurning sem var vísvitandi sett inn að til að enginn fengi 0 stig. Big Fish.

9. Myndir með sama upphafsorð í titli.

Eins og kom fram í síðustu triviu byrja nöfn margra mynda á tölustöfum, t.d. Se7en, 40 Year old Virgin [The] og 12 Monkeys. Tvær myndir með 43 ára millibili byrja á sama tölustafnum og leikari úr Se7en leikur í nýrri myndinni. Hvaða myndir eru þetta? (½ stig fæst fyrir að nefna aðra)


Hér voru mjög margir sem vildu segja Million Dollar Baby og svo einhver önnur mynd sem ég man ekki hver var. Hins vegar kemur fram í spurningunni að þær byrji báðar á tölustaf. Það sem ég hafði hugsað mér er að fólk hefði fyrst fattað Seven Years in Tibet og þá dottið strax í hug Seven Samurai [Schichinin no samurai]. Hins vegar kom á daginn að myndin Seven Brides for Seven Brothers kom út sama ár og Seven Samurai og ég gat ekki annað en gefið rétt fyrir það líka.

10. Óskarsverðlaun.

Þrír svartir leikarar hafa unnið Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Hverjir eru það? (½ stig fæst fyrir að nefna 2)


Þetta eru Sidney Poitier sem vann fyrir leik sinn í Lilies of the Field, Denzel Washington sem vann fyrir leik sinn í Training Day og svo Jamie Foxx sem vann á síðustu hátíð fyrir túlkun sína á Ray Charles í Ray.