SPOILER: Greinin lýsir öllu sem gerist í myndinni frá upphafi til loka. Þeir sem ekki hafa séð hana ættu ekki að lesa greinina

Vá, þessi mynd er bara léleg!

Þessi mynd minnkaði álit mitt á Tarantínó. Þessi mynd sýndi bara að Tarantínó er að sækjast eftir peningum og engu öðru! Hvað gerði Tarantínó í þessari mynd? Hann er framleiðandinn, hann les yfir handritið og segir að þetta sé fín mynd og svo tekur hann við myndefni og lætur sitt fólk klippa og gera þetta ljósadæmi. Svo setur hann sitt nafn undir. Þið sjáið það að nafn Tarantínó er á auglýsingunni, svo stendur undir nafninu hanns með pínulitlu letri “handritshöfundur og leikstjóri - Eli Roth” Er ekki meiri vinna að skrifa þetta niður, ákveða upptökustaði, og gera allt það verkefni en að segja fólki að vinna úr myndinni? Og já, þeir segja að Tarantínó hafi átt hluta í að skrifa myndina en hvað var það? Nokkrar línubreytingar?

Fyrri hluti:
Vá, þessi mynd byrjar mjög skemmtilega og Íslendingurinn var bara snilld. Maður fann bara fyrir þjóðarstolti að horfa á þennan mann, maður sagði við sjálfan sig: “Þetta er að vera sannur Íslendingur” En þessi byrjun er engin byrjun á hryllingsmynd, þetta hefði verið mjög góð mynd á einhverri svona Euro-trip mynd, klassa byrjun bara. Svo endar hlutinn þegar sést að íslendingurinn er dauður, 2/3 eftir, enginn “hryllingur” kominn…

Seinni hluti.
Jú þessir félagar sem eftir eru skilja ekkert í því hvert hann hefur farið, svosem skiljanlegt, og fara að leita. Síðan sjá þeir einhvern gaur í úlpunni hans. Þeir elta hann að sjálfsögðu og ná honum svo á endanum en búm! Það er ekki hann. “Shocking”. Þeir bara ó, ókey, altílagi bæ. Svo hverfur astma gaurinn, svo sjáum við þegar hann er í þessu slátrunarherbergi. Þetta atriði lætur mann líða eins og alvöru hryllingur sé að byrja en nei. Hann borar bara í gaurinn, svo kemur smá Kill bill stuldur þegar hann sker í slagæðina fyrir ofan hælinn og leyfir honum að fara. Síðan þegar hann er kominn að hurðinni lyftir hann gaurnum upp, sker hann á háls og búmm! Klippt, 2/3 gaurum farnir og hva? 50 mín eftir og varla hægt að segja að nokkur hryllingur sé kominn enn. 3. gaurinn er orðinn frekar pisst og finnur eina af þessum konum þarna sem endar með að skutla honum á þennan stað þar sem hann sér hvað er í gangi í þessari verksmiðju, er svo hent í stól og hlekkjaður. Kemur þá ekki gamall kall sem er skíthræddur við að gera þetta. Hann byrjar að dúndra svona garðyrkju göddum í lærið á honum, 2 sek. Síðar segir gaurinn eins og hann hafi ekki fengið 3 5cm járnpinna inní sig, “plís, leyfðu mér að fara, ég segi ekki neinum” byrjar svo að tala þýsku því hann fattar að sá gamli er Þjóverji. Jújú, bolta er troðið inní munninn á honum. Tekur sá gamli ekki upp vélsög og endar á því að misstíga sig að mér sýndist og saga 2 putta af gaurnum. Svo ætlar hann að koma aftur, rennur hann ekki á puttunum og fær sögina beint í sig. Á þessum punkti var enginn hryllingur kominn, bara smá viðbjóður og hlátur, maður hló dátt að gamla þegar hann datt. Svo tekst þessum gaur að komast eitthvað og bla, bla, bla, nenni ekki að fara útí það, endar í þessu búningsherbergi, þar finnur hann fín föt og reddar sér byssu. Síðan er hann kominn út í þennan bíl, heyrir hann þá ekki í japönsku kellingunni, hvað gerir hann? Jú “auðvitað” hleypur hann til að bjarga kellingunni, það þurfti nú að troða svona “hero” thingy í þetta. Skítur gaur sem er búinn að vera að logsjóða á henni augað. Það lekur út og hann ákveður að klippa það sem meikar alveg sens þannig séð. Svo spýtist þetta gula gums út og kellingin náttúrulega öskrar en 2 mín. seinna er hún bara labbandi að elta kallinn útí bíl. Hver er 2 mínútur að jafna sig á svona löguðu og hvar var allt gula gumsið?

Allaveganna, svo komast þau í bílinn og hinir elta þau á sínum bílum og blabla, gefur stráknum nammi. Einhvernveginn fær hann strákinn til þess að stoppa hinn bílinn, kom einhverntímann fram að gaurinn talaði slóvensku? En svo er það bara snilld þegar krakkarnir stúta gaurunum! Svo eru þau komin á lestarstöðina að fela sig, sér þá ekki japanska kellingin sig í einhverri rúðu. Henni finnst hún svo ljót að hún stekkur fyrir lest og blóð spýtist yfir 2 gamlar kellingar en það var bara fyndið. Ekki útaf því að þær fengu blóðið yfir sig heldur útaf hugmyndinni og hvað hún var léleg! Svo kemst gaurinn í lestina, er þá ekki einn slátrari í lestinni sem þeir hittu í lestinni í byrjun. Hann eltir slátrarann og endar með því að drepa hann á karlaklósettinu og búm! Myndin búin!

Þetta er ekki hryllingsmynd, þetta var einfaldlega low class B mynd! Ekkert annað. Að kalla myndir hryllingsmyndir út af því hvernig fólkið sást þarna, þetta var bara… hvað, venjuleg svona mynd með smá mannsslátri…
Ég hló af flest öllum “hrillilegum” atriðum, ekki vegna þess að mér finnist eitthvað skemmtilegt við það hvernig fólkið var drepið heldur útaf því að þetta var flest allt svo lélegt og fáránlegt.

Allavegana, Ég skil ekki hvað fólki finnst svona gott við hana, bara leiðinleg, fyrir utan byrjunina…!

Hostel – Waste of time and money…