Ég ætla að segja ykkur frá mynd sem að flest ykkar hafið ábyggilega aldrey heirt um, hún heitir Waiting For Guffman.

Leikstjóri/Handrit: Christopher Guest

Persónurnar:
Corky St. Clair(Christopher Guest):
Corky er “frægur” danshöfundur og leikstjóri frá New York, hann flutti til Blaine útaf því að hann vildi vera í rólegheitunum.

Ron (Fred Willard) og Sheila (Catherine O'Hara) Albertson:
Hjón sem vinna í mjög glamúr ríkri vinnu, þau eiga ferðaskrifstofu, þau halda að þau séu mjög hæfileikarík og hafa verið í mjög mörgum leikritum í Blaine. Fred Willard leikur oft í Jay Leno.

Libby Mae Brown (Parker Posey):
Libby vinnur á Dairy Queen og hefur það að takmarki að búa til fitulausan eða fitulítin shjek.

Dr. Allan Pearl(Eugene Levy):
Allan er tannlæknir og hefur alltaf haft hæfileika til að láta fólk hlæja.

Clifford Wooley (Lewis Arquette):
Clifford er elsti íbúinn í Blaine og er sögumaðurinn í leikritinu.

Johnny Savage (Matt Keeslar):
Johnny er vandræðagemlingur sem vinnur með pabba sínum í verkstæði, Matt Keesler lék ameríkanan í Íslenska Drauminum.

Söguþráðurinn:
Ok, myndin er gerfi heimildarmynd, hún fjallar um smábæinn Blaine sem er að halda upp á það að það eru 150 ár síðan að bærinn var stofnaður. Þau ákveða að hafa leikrit um söguna og Corky er fenginn til að leikstýra því. Corky sendi öllum leikhúsum í New York boðsmiða og þegar eitt leihúsið ákveður að senda mann til að horfa á leikritirð, herra Guffman, verða þau öll voða ánægð og geta ekki ýmindað sér annað en að þau séu á leiðina til Broadway.

Um:
þetta er svo mikil snilld að þið getið ekki ímindað ykkur það. Hún er ótrulega fyndin og leikararnir ná alveg að leika hæfileika laust fólk sem halda að þau munu vinna óskar. Christopher Guest skrifaði líka This Is Spinal Tap (1984) og leikstýrði Almost Heroes (1998).