Steven Spielberg - Münich Steven Spielberg (stundum kallaður Spielrock) er að fara að koma með nýja mynd! Í tilefni þess langar mig að skrifa um hana, því ég er mikill aðdáandi Spielbergs.


Myndin Munich fjallar um voveiflega atburði sem áttu sér stað á Ólympíuleikunum í München 1972 þegar 11 íþróttamenn frá Ísrael voru teknir í gíslingu af hryðjuverkamönnum frá Ísrael (þeir voru frá PLO). Þessir atburðir voru oft kallaðir “Svarti September”.


*SPOILER*
Þessir Ísraelsmenn dóu síðan, því þýska öryggislögreglan klúðraði björgunaraðgerðum, en margir hryðjuverkamenn sluppu. Þessi mynd fjallar líka um það þegar leynilögreglan í Ísrael, oft nefnd Mosad, reynir að hafa hendur í hári þeirra.
SPOILER ENDAR

Það verður að segjast að Steven Spielberg kann að velja leikara í myndirnar sínar og er Münich engin undantekning frá þeirri reglu, t.d.:

Moritz Bleibtreu
Þessi þýski leikari sló heldur betur í gegn í myndinni Das Experiment, sem er mjög góð mynd, og hann er þannig ekki óvanur að leika í umdeildum myndum

Mathieu Kassovitz
Hann leikstýrir stundum myndum, en leikur líka sjálfur, t.d. í myndinni Amelíe, sem margir áhugamenn um góðar bíómyndir ættu að þekja. Ein af betri frönskum myndum síðari ára, en samt margar góðar myndir.

Geoffrey Rush
Þessi leikari er einn af mínum uppáhalds. Hann var í myndinni Pirates of the Carribean, með öðrum góðum leikurum, (t.d Jonny Depp) en líka í myndinni Shine, sem fjallaði um geðveikan píanóleikara. Hún var svolítið langdregin en innihélt mjög góða tónlist. Hann fékk Óskarsverðlaun fyrir þessa mynd.

Svo átti kannski Ben Kingsley að leika í myndinni, en því miður gerði hann það ekki.

Fleiri menn sem hafa unnið mikið með Spielberg koma við sögu, t.d
John Williams (Star Wars, Schindler's list) - tónlist
Janus Kaminsky (Scindler's List) - myndatökur

Eins og sjá má kemur einvalalið fólks að gerð myndarinnar, t.d. leikarar en líka aðrir sem að myndinni koma (ekki við öðru að búast af Spielberg). Því vona ég að hún standi undir væntingum sem ein besta mynd ársins 2005. Þessi mynd verður örugglega mjög umdeild, eins og margar kvikmyndir sem fjalla um Ísrael og Palestínu, en Spielberg er ekki hræddur við umtal. Hann gerði jú myndir á borð við Color Purple og Amistad sem fjalla um réttindabaráttu blökkumanna, og einnig Schindler's list sem fjallaði um Hellförina. Spielberg vill leysa vandamál Ísraela og Palestínumanna á friðsamlegan hátt ólíkt mörgum öðrum því hann er á móti ofbeldi. En ég ætla þó ekki að fara að fjalla hér um pólitík; það gerist á áhugamálinu stjórnmál. Fögnum því frekar að það er komin (að koma) ný mynd eftir Meistara Steve Speilberg, en allir sannir kvikmyndaunenndur ættu að fagna því að fá nýja mynd frá þessum meistara.


Daredevil