Rosalega er ég þreyttur á umfjöllun íslenskra fjölmiðla á íslenskum kvikmyndum. Í hvert skipti sem íslensk kvikmynd er sýnd í bíó þá er talað um hvað hún sé frábær og maður getur ekki fundið eina einustu kvikmyndagagnrýni sem gefur minna en þrjár og hálfa stjörnu. Íslenskar kvikmyndir standa langfæstar undir þessu öllu saman. Nú síðast sá ég stjörnugjöf Moggans á nýjustu myndinni, Íslenska Draumnum. 4 stjörnur! Plís, þetta er engin fjögurra stjörnu mynd. Að halda því fram er bara fáránlegt. Að sjálfsögðu fer stjörnugjöfin eftir smekk gagnrýnandans en í flokki fjögurra stjörnu mynda nær þessi aldrei. Gagnrýnendur ættu að vera sparir á að setja myndir í þann flokk, ekki bara henda myndinni þangað til að plata fólk í bíó á meðalmynd. Síðan er maður rukkaður um mun hærra miðaverð til að sjá myndinni bara af því hún er íslensk. Þetta allt saman gerir það að verkum að ég fer helst ekki á íslenskar kvikmyndir í bíó. Ég bíð bara þangað til þær eru gefnar út með pylsupökkunum.