Hasarmyndir Mér finnst það vera munur á hasarmyndum og spennumyndum. Hasarmyndir eru þessar myndir með sprengingunum, byssukúlunum, bílunum og öllu tilheyrandi. Spennumyndir eru hins vegar myndir sem eru spennandi, hasarinn er ekkert alltaf nauðsynlegur þar, eða það finnst mér. Svo eru náttúrlega til spennu/hasarmyndir, gott dæmi er M:I-2, þótt að hasarinn sé í fyrirrúmi þar. Hún var nefnilega ekkert spennandi.

En þið hljótið að sjá það þegar kvikmyndaframleiðendur eru að gera myndir, þegar vondi kallinn og góði kallinn eru að berjast, þá veit maður í 99% tilvikum, að góði kallinn deyr, og náttúrlega vondi líka. En í þessum normal, þá sigrar góði kallinn og vondi kallinn deyr.

Meiðslin, þau eru mjög skrýtin í myndunum. Menn slást, sparka af öllu afli í andlitin, magana, berja hinn í andlitið 10x samfleitt.. en góði bara sparkar í punginn á hinum, og er alveg ómeiddur. Ekki skráma í andliti eða með öndunarerfiðleika eftir magaspörk, það er rosalega vont að vera laminn í magann. Þetta er nánast alltaf í flestum spennumyndum, og þarf bara að nefna einn mann, John Woo. Broken Arrow, Face/off og M:I-2, þetta eru dæmi um mjög vinsælar hasarmyndir. Og í öllum þeim er þetta sem ég var að tala um.

Það sem mér finnst þurfa til að gera góða spennu og hasarmynd, það er að gera hana raunverulega, en það er bara mín persónuleg skoðun.

Söguþráðinn þarf að vera frumlegur (oft erfitt að gera frumlega spennumynd). Þráður í myndum eins og M:I-2 virkar ekki á mig, vondi kallinn heimtar peninga, annars drepur hann allan heiminn með efnavopni.

Slagsmálin verða að standast, maður stendur ekki eftir mörg magaspörk. Þótt að Schwartzenegger og Sly geri það, það þýðir ekki að allir geti það. Þegar það er byssubardagi, þá er það vanalega þannig að góði kallinn hoppar um allt og skýtur útí loftið og hitti alla, en hinir miða á hann, skjóta framhjá og verða skotnir. Þetta drepur niður spennuna hjá mér. Mission: Impossible var miklu betri heldur en M:I-2, spennan og hasarinn voru ekkert í fyrirrúmi, en söguþráðurinn var flottur og atburðarásin. Það er ekki hægt að segja um M:I-2.

Það finnst líklega mjög mörgum þetta vera bull í mér, og halda áfram að fíla M:I-2. En ég sem er búinn að sjá svo margar spennumyndir, ég er bara hættur að skemmta mér yfir þeim, alltaf sama klisjan. Afsakið hvað ég nota M:I-2 mikið til viðmiðunar, hún er bara svo gott dæmi um lélega spennumynd.

En hvað með ykkur, er þetta raunhæft hjá mér.. eða bara bull í mér ?


kveðja,
sigzi