Nicholas Cage Nicholas Coppola
7. janúar, 1964
Long Beach, California, USA
Leikari

Talandi um að leikarar geri hvað sem er fyrir leiklistina, Cage braut í sér tvær tennur fyrir Birdy (í kvöld á Stöð 2), rústaði hjólhýsinu sínu í The Cotton Club og át lifandi kakkalakka í Vampire's Kiss. Þessi gerir allt fyrir leikinn..

Cage fæddist í úthverfi Los Angeles til danshöfunds, mamma hans, Joy Vogelsang og bókaprófessors, Agust Coppola. Mikinn tíma af æsku hans þá var hann bundinn við mömmu sína, hún var nefnilega með þunglyndi, og leiddi það til að hún var mjög mikið á spítala (hún hefur jafnað sig síðan). Framtíðarleikarinn og tveir aðrir bræður hans, voru að mestu leyti alnir upp af föður þeirra. Sumarfríin þeirra voru vanalega löng dvöl hjá frænda þeirra, leikstjóranum Francis Ford Coppola. Þegar hann var 15 ára, eftir að hafa farið í mjög marga leiklistartíma, tekið upp marga þætti og “komið” fram í teiknimyndaþáttum, þá gekk hann í American Conservatory Theater.

Hann hataði skóla þegar hann var yngri, og tók G.E.D. prófið í 11. bekk og hætti svo. Hann nældi sér í lítið hlutverk sem brimbretta gaur í sjónvarpsþætti sem hét “The Best of Times”, hann gekk í 1 ár. Svo fékk hann sitt fyrsta hlutverk í bíómynd, Fast Times at Ridgemont High. Cage var ákveðinn að verða frægur, en ekki undir Coppola nafninu. Hann breytti því nafninu í Cage eftir teiknimyndapersónu, Luke Cage. Þá fékk hlutverk í kvikmyndinni Rumble Fish árið 1983. Sama ár náði hann loksins almennilegum leik þegar hann lék í annari mynd, Valley Girl.

Enn og aftur fór hann fyrir framan vélar frænda síns, þegar hann lék á móti Katleen Turner í Peggy Sue Got Married. Þar fékk hann hrikalega umfjallanir frá öllum, meðleikurum, samstarfsfólki og pressunni. Hans húðskammaða mynd, gerði samt tvennt gott; ábyrgði það að hann myndi ekki leika í neinni unglingamynd aftur, og vakti líka áhuga Cher og Coen bræðra. Þeir gerðu bíómyndina Moonstruck árið 1987 (Maltin gaf ***1/2 stjörnu). Eftir það fengu Coen bræður Cage aftur til að gera mynd, en núna sínu fyrstu fullorðinsgrínmynd, Raising Arizona, sama ár. Báðar myndirnar bættu feril hans, því hann lék seinna í Vampire's Kiss og Honeymoon in Vegas.

1994 var Cage búinn að þróa góðan kvikmyndaferil, ef ekki fullkominn. Hann fékk $4 milljón fyrir hverja mynd, og gat valið úr handritum. En ferill hans átti eftir að breytast þegar hann tók boði Mike Higgins, í myndinni Leaving Las Vegas, þar lék hann á móti Elisabeth Shue. Hlutverk hans var einfalt, hann var sjálfseyðandi drykkjusjúklingur. Þegar Mike bauð honum þetta hlutverk þá fann Cage loksins hlutverk sem hann gæti hellt sér út í. Hann fékk $240,000 fyrir hlutverkið.. en hlutverkið átti eftir að borga sig á annan hátt.. fyrir hlutverkið fékk hann Óskarinn fyrir besta leik í aðalhutverki !

Þá byrjuðu fyrst góðu hlutverkin að streyma inn. Hann fékk hlutverk á móti Sean Connery og Ed Harris í einni af bestu spennumyndum sem ég hef séð, og einnig skásta Bruckheimer mynd, The Rock. Þar leikur hann efnavopnasérfræðing hjá FBI.. Svo fékk hann annað stórt hlutverk í spennumyndinni Con Air. Önnur Bruckheimer mynd, mér fannst hún skemmtileg.. :) Þar leikur hann fyrrverandi fanga sem er meðal fangaflugvél sem aðrir fangar yfirtaka. En núna er það hlutverkið sem er magnað, Castor Troy og Sean Arhcer í hinum magnaða trylli Face/Off, leikstýrt að hasarmeistaranum John Woo. Mótleikari hans er stjarnan John Travolta. Eftir þessa röð af spennumyndum fékk hann hlutverk í rólegri og fallegri mynd á móti Meg Ryan, City og Angeles. En hann fær bara ekki nóg af spennunni, þá fékk hann hlutverk í myndinni Snake Eyes, á móti Gary Sinise. Svo kom enn önnur spennumyndin, 8MM, frekar dimm mynd og um undirheima klámsins. Leikstýrð af Joel Schumacher. En Cage er ekki bara leikari, neinei, hann tók þátt í framleiðslu myndarinnar Shadow of the Vampire, nokkurn veginn endurgerð af þöglu hryllingsmyndinni Nosferatu. Árið 1999-2000 gekk hann í $20 milljóna leikara klúbbinn þegar hann lék í Gone in 60 Seconds. Fín spennumynd, hörmuleg kvikmynd.

Nicolas Cage hefur alltaf verið einn af skemmtilegustu leikurunum mínum, hann getur alltaf brugðið sér í hvaða hlutverk sem er, taugaveikluð FBI lögga, alkhólisti, hryðjuverkamaður og fl. Besta hlutverk hans er náttúrlega þegar hann lék í Leaving Las Vegas, það var alveg magnað hlutverk. En einnig fannst mér hann flottur í Rock, Con Air og Face/off. Allar þessar myndir eru meðal bestu spennu/hasarmyndanna minna. Svona minnast á það, hann er líklega mjög stæltur, eitt atvik á veitingahúsi þar sem Cage og vinir hans voru, það var komið langt yfir lokunartíma, eigandinn þorði bara ekkert að reka hann út :)


En hvað finnst ykkur um þennan leikara ?



Takk fyrir lesturinn,
kveðja,
sigzi



Gone in 60 Seconds
Shadow of the Vampire
The Family Man
8mm
Bringing Out the Dead
Snake Eyes
City of Angels
Con Air
Face/off
The Rock
Leaving Las Vegas
Kiss of Death
Guarding Tess
Red Rock Wes
It Could Happen to You
Trapped in Paradise
Deadfall
Amos & Andrew
Honeymoon in Vegas
Zandalee
Time to Kill
Fire Birds
Wild at Heart
Vampire's Kiss
Moonstruck
Raising Arizona
Peggy Sue Got Married
Boy in Blue
Birdy
The Cotton Club
Racing With the Moon
Rumble Fish
Valley Girl
Fast Times at Ridgemont High