A Sound of Thunder -ATH- Í þessari umfjöllun gæti leynst einhverjir spoiler -ATH-

Ég og félagi minn ákváðum að henda okkur uppí smáran til þess að kíkja í bíó, víst að það var tilboð á bíómiðum, fannst okkur þetta vera kjörið tækifæri. Eftir litla umhugsun ákváðum við að skella okkur á mynd sem hét A Sound of Thunder eða Þrumugnýr eins og hún er þýdd yfir á íslensku.

Í stuttu máli þá fjallar myndin um fyrirtæki sem sér um að selja tímaflakk til fólks sem eiga nó af grænum seðlum, og vilja sjá hvernig risaeðlurnar eru. Einnig má geta þess að öll dýr eru dáin bæði af völdum manna og einhvers vírus, sem hafði greinilega ekki áhrif á mannkynnið. En eitt stökkið mistókst og framhaldi af því fóru hlutirnir að hreyfast. Þá byrjuðu þessu tímabylgjur að koma og þá breyttist allt, og mannkynið á í hættu að verða útdautt.

Þegar við löbbuðum út úr bíóinu, gátum við varla komið upp orði, við vissum ekki hvað við áttum að segja. Við hreinlega spurðum okkur, af hverju við löbbuðum ekki út úr salnum ? Ég get með hreina samsvisku sagt, þetta er ein versta mynd sem ég hef séð lengi og ég þakka guði fyrir það eitt að ég hafi ekki borgað fullt verð fyrir miðan, aðeins 400 krónur.

Fyrir það fyrsta, þá var þessi mynd illagerð, risaeðlan sem þau sáu, var mjög óraunveruleg, leit út eins og stórt plast leikfang sem ríkur krakki fékk í jólagjöf frá pabba sínum. Mér sárnaði í augun á því að horfa á þetta, bílarnir litu út eins og illagerðum tölvuleik.

Fyrir utan með illagerða graffík, skyldi maður ekki alveg af hverju þau gerðu sumt, eins og þegar þau voru að labba í skógi og risaðeluapi voru að elta þau, þá kom allt í einu sagði eini svarti gaurinn sem var á svæðinu (að sjálfsögðu) “I have to get home” og ætlar að ganga í gegnum skógin en þar er lifandi planta sem stingur hann og eitthvað fer í blóðstraumin hans, og hann deyr (Skrítið, fyrsta fórnarlambið af þessum 5 er svarti gaurinn). Manni liður eins og rithöfundum hafa bara ákveðið “Jæja, einhver þarf að deyja, látum þennan svarta mann fá hugdettu um ástúð til fjölskylduna og í staðinn fyrir að hugsa rökrétt láta hann labba beint inní skóg sem er lifandi planta og stingur hann og hann deyr”.

Í myndinni, þá voru komnir nútímalegri bílar, byggingarnar orðna flottari og tæknin orðin mun meiri, en fatasmekkurinn okkar er ennþá nákvæmlega eins. Þannig þið getið andað léttar, þið þurfið ekki að eyða pening í ný föt næstu 50 árin.

Ef þið ætlið að sjá þessa mynd, ættuð þið að fara á hana með það kostar ykkur aðeins 400 krónur, eða þá að taka hana á leigu, og þá fara helst 20+ svo þið þurfið ekki borga mikið sem einstaklingu.

Þessi mynd hefur aðeins 2 kosti finnst mér, það er að mér persónulega fannst leikararnir skila sínu sæmilega, og að það var einn fínn brandari þar sem maður gat hlegið af í endan. Þetta var illa útfærð mynd, hún hefði getað verið góð ef rithöfundurinn hefði setist niður og pælt meira í henni.

Ég gef þessari mynd hálfa stjörnu af fimm mögulegum, fyrir það að ég náðist að halda inní salnum til loka.

Afsakið allar stafsetningar/málfarsvillur, fór yfir greinina áður en ég sendi hana inn.
Text text.