Það hefur í langann tíma verið rifist yfir hvort Region 1 sé betra heldur en Region 2 og stuðningurinn hefur ávallt verið betra aukaefni. Á móti hefur verið textar og tal fyrir fleyri lönd á Region 2 diskum en það hefur ekki verið fullnægjandi.
Mér langar dálítið að tala um myndgæðin, það er að segja PAL og NTSC.

Eins og flestum er kunnugt þá er PAL yfirráðandi í Evrópu og NTSC yfirráðandi í Ameríku. Byrjum á tæknilegu hliðunum, PAL DVDs hafa 576 pixela lóðrétt en NTSC 480 pixela. PAL er semsagt 20 % hærri upplausn miðað við NTSC á því sviði. Hér fyrir neðan er smá yfirlit yfir hvaða formatt er best í fullscree/widscreen og þess háttar.

——————————————————————-
Breidd/Hæð myndar 4x3 PAL 16x9 PAL 4x3 NTSC 16x9 NTSC
——————————————————————-
1.33:1 | Best Þriðja B. Næst B. Verst

1.66:1| Þriðja B. Best Verst Næst B.

1.78:1 | Þriðja B. Best Verst Næst B.
1.85:1 | Þriðja B. Best Verst Næst B.

2.35:1 | Þriðja B. Best Verst Næst B.
——————————————————————-
16x9 Widescreen myndir á PAL DVDs eru með hæstu upplausnir í mynd og eru tæknilega séð rétta valið. Ef að bíómynd á Region 2 er ekki 16x9 en Region 1 útgáfan er 16x9 þá er hún besti kosturinn. Bíómyndir eru með 24 ramma á sekúndu. (24 myndir varpað á tjald á hverri sekúndu) Bíómyndir á filmu eru með mjög háa upplauns, miklu hærri en DVD upplausn. Þegar myndir eru settir yfir á DVD diska þá er notað nákvæmlega sama efnið, þannig að það sem heflir upplausnina er DVDið sjálft, ekki PAL’ið og NTSC’ið, þar af leiðandi er PAL með hærri upplausn en NTSC.

Núna er bara hálfleikur. Því það er líka nokkrir hlutir sem NTSC hefur yfir PAL.
PAL er með 576 línur lárétt en NTSC 480 línur. En NTSC er með fleyri ramma en PAL. PAL er aðeins með 25 ramma á sekúndu á meðan NTSC er með 30 ramma á sekúndu. Ef að mynd er tekin upp í NTSC formatti og myndin sett á PAL DVD þá minnka rammarnir um 5 og hækkar upplausnin, upplausnin er samt sem áður ekki hægt að hækka þar sem hún var ekki til fyrir þannig að við græðum nokkurn vegin ekkert á því að færa það yfir á PAL nema að við græðum á því að geta horft á myndirnar í PAL formatti (með PAL tækjum). Sama gildir um PAL yfir í NTSC. Ef að mynd er gerð í Evrópu þá er betra að kaupa hana á PAL. Og sama með myn tekna upp í NTSC færða yfir á NTSC.

Spilunar hraðinn á Pal er 4% hærra en á NTSC, hjá flestum skiptir þetta ekki máli en hjá minnihlutahópum er þetta mjög mikilvægt. Útaf þessu þá eru flestar myndir á NTSC lengri en PAL, ekki afþví að það er búið að klippa til evrópsku útgáfuna, heldur er PAL 4% hraðari en NTSC. Þetta ferli hjá NTSC kallast “3:2 pull-down” eða með öðrum orðum “Judder”, Það er mjög miklar tæknilegar hliðar að þessu máli en Judder lýsir sér þannig að “hver rammi tekur misstór skref” ef ég á að reyna útskýra þetta á einhvern hátt. Þannig að þeir sem eru virkilega mikið í tæknilegu hliðunum á DVD myndum finnast þetta verulega pirrandi. En eins og ég nefndi hér að ofan þá taka flestir ekki eftir þessu.

Ef maður á að dæma milli PAL og NTSC þá verður maður að lýta á alla hliðarnar.
PAL er með betri upplausn, NTSC er með fleyri ramma.
PAL er betra á PAL formatti NTSC betra á NTSC formatti.
NTSC er með “Judder” sem að dregur það frekar niður (tæknilega séð) en PAL ekki.
NTSC er vanalega með betra aukaefni en PAL.

Þannig að ef að 2 DVD bíómyndir eru upp í hillu, t.d Gladiator Region 1 og Region 2.
Region 1 og Region 2 eru með alveg eins aukaefni, R2 er óklipt og báðar myndirnar 16x9 enchanted þá er PAL rétti kosturinn. Ef að Gladiator væri aftur á móti ekki 16x9 enchanted í R2 en væri það í R1 þá væri R1 rétti kosturinn.
(Ég tala útfrá widescreen).


Ef að þið eruð hrifnari af NTSC eða PAL þá haldiðið þið ykkur bara við það en ég skirfaði þessa grein til að úttskýra tæknilegu hliðar málsins.
Flestar heimidlir hér að ofan fékk ég hjá Michael Demtschyna