Það er enginn annar en gluggaskreytingamaðurinn Joel Schumacher sem á heiðurinn að þessari ræmu.Ég verð að segja að þessi mynd er alveg hin besta skemmtun og nokkuð skemmtilega vel gerð.Hún fjallar í grófum dráttum um soldierkuntuna Roland Bozz sem er einhver vandræðagemlingur og flokkinn hans í þjálfunarbúðum.Eins og í öllum almennilegum herflokkum í þjálfun eru til nokkrir wimps sem eru ekki alveg að höndla aðstæðurnar.Þar kemur Bozz til sögunnar.Hann finnur allskonar glufur í reglubókum hersins og sendir hvern hermannin heim á fætur öðrum.
Já eins og ég sagði áður er þessi mynd bara þónokkuð góð og gef ég henni *** af 5 mögulegum.Þótt að þessi herbúðamynd jafnist ekkert á við Full Metal Jacket.Verð ég að segja að þetta er besta mynd Schumachers síðan Time To Kill,þótt að The Client og 8MM hafi nú verið ágætar.Jú ég gleymi nátturulega líka Falling Down.En Flatliners er skítur og verða allir að sætta sig við það.
Helstu leikarar í myndinni eru Colin Farell sem sást síðast í þarna Ordinary Decent Criminal með Spacey.Matthew Davis ?.Tom Guiry(Trigger),Clifton Collins Jr og Cole Hauser sem var í Pitch Black.
Endilega sjá þessa.

KURSK