Ég fór í BT um daginn með góðu hugarfari að nýta mér þetta 3 DVD á verði 2. Jæja ég valdi mér mínar myndir og fór svo að skoða aðrar myndir sem voru ekki í tilboðinu… þá fann ég einmitt nokkrar af þeim myndum sem voru til á þessu tilboði… aftur á móti kostuðu þær myndir 2599 á meðan 3 á verði 2 kostuðu 2899!!! þegar ég fór til starfsmanns og spurði af hverju þeir hækkuðu verðið og auglýstu svo 3 á verði 2. Þá sagði hann bara:
“Þetta er samt ódýrara en að kaupa þrjár myndir sem eru ekki í tilboðinu” Málið er að mér er alveg skítsama… þeir eiga ekki að auglýsa þrjá á verði tveggja og láta mann samt kaupa þriðja diskinn á 600 kall!!!! Það er svindl… það á að kæra þessa búð til neytendasamtakanna!!! En ég gafst ekki upp ég hélt áfram að spyrja hann af hverju þeir láta mann borga fyrir gefins diskinn og þá sagði hann ekki neitt sneri sér við og labbaði í burtu og skildi mig eftir!!!! Það á að kæra þessa búð líka til samkeppnisstofnunnar…
-Munku
-Munkur-