Urban legends í kvikmyndum #3 Þetta er þriðja greinin af nokkrum um “Urban legends” í kvikmyndaheiminum.
————————-
Ben-Hur (1959)

Leikstjóri: William Wyler
Handrit: Karl Tunberg

Leikarar:
Charlton Heston …. Judah Ben-Hur
Jack Hawkins …. Quintus Arrius
Haya Harareet …. Esther
Stephen Boyd …. Messala

Hvað: Áhættuleikari dó við tökur hennar
Staða: Ekki satt

Um:
Eitt atriði í myndinni er þegar Ben-Hur er að keppa á hestvagni þegar annar hestvagn dettur og maður lendir undir hann, af eitthverjum ástæðum var sagt að þetta hafði verið notað í myndinni þrátt fyrir að ekkja áhættuleikarans vildi það ekki, það er samt ekki satt því að þetta var vel æft atriði og áhættuleikarinn dó ekki svo það var einginn ekkja. Ben-Hur er endurgerð kvikmyndarinnar Ben-Hur frá 1926 hún hefur svipaða sögu um að áhættuleikari hafi dáið en það skeði ekki heldur í henni.
Aðeins frá mér, fyrir ykkur sem finnst Gladiator besta mynd sem gerð hefur verið, horfið á þessa og sjáið alvöru “epic” kvikmynd.
—————————-
Raiders of the Lost Ark (1981)

Leikstjóri: Steven Spielberg
Handrit: George Lucas, Philip Kaufman

Leikarar:
Harrison Ford …. Dr. Henry ‘Indiana’ Jones, Jr.
Karen Allen …. Marion Ravenwood
Paul Freeman (I) …. Rene Belloq
Ronald Lacey …. Toht

Hvað: Veikindi varð til þess að eitt besta atriðið varð til.
Staða: Satt

Um:
Hver man ekki eftir atriðinu þegar eitthver vondu karl kemur á móti Indiana Jones með sverð og veifar sverðinu fram og til baka með miklum stíl en Indiana tekur bara upp byssu og skítur hann. Þetta atriði átti að vera svoleiðis að Indiana mundi berjast við hann á fullu en Ford var búin að vera í 3 vikur að taka upp í ótrulega heitri eiðimörk og var kominn með hitaveiki, þegar átti að taka upp atriðið vildi hann frekar vera á klósetinu svo hann kom með þessa uppástungu og hún var gerð og varð eitt frægasta atriðið í myndinni.