The Legend Of Zorro Ef þú hefur ekki séð þessa mynd og ætlar þér að sjá hana , EKKI lesa þessa grein!

Ég ákvað um daginn að skella mér í bíó og varð The Legend Of Zorro fyrir valinu.
Ég fór með nokkuð miklar væntingar þar sem fyrri myndin var nokkuð góð að mínu mati, en fannst samt vera liðinn allt of mikill tími frá þeirri fyrri sem kom út árið 1998 (7 ár fyrir þá sem ekki nenna að reikna).

Nú aðeins um myndina. Það eru liðin 10 ár frá dauða Diego (Anthony Hopkins)og Alejandor (Banderas) og Elena (Zeta-Jones) eru gift og eiga soninn Joaquin sem fyrir mikla tilviljun er að mörgu/öllu leiti eins og pabbi sinn í hegðun. En snemma í myndinni skilja þau í sundur því Bandarískir alríkisstarfsmenn biðja hana um hjálp þar sem hún þekkti Armand (vondi kallinn) einhverntíma í den þegar þau voru að læra í Evrópu en greiið hann Zorro veit ekkert um það og tekur þetta því mjög nærri sér. Eftir þetta kemur óspennandi atburðarrás um Alejandro þar sem hann er að reyna að sanna fyrir Elenu að Armand er ekki sá sem hann segist vera (eins og hefur sést í allmörgum amerískum myndum). Vondi kall myndarinnar er frakkinn Armand (Sewell) og er hann að plotta samsæri gegn Bandaríkjunum. En ég skil samt ekki afhverju þeir eru að blanda Zorro í einhverja Bandaríkja lýðræðis deilu því að sem ég best veit er Zorro Mexíkósk goðsogn en ekki “American folk hero” eins og hann er látinn líta út fyrir að vera í þessari blessuðu mynd. En eins og í öllum Amerískum myndum vinnur hið góða að lokum og allir eru ánægðir og glaðir.

Þessi mynd hallast meira út í að vera barnaleg gamamynd sem með sorglega lélegum hætti á víst að halda þessari mynd uppi en gerir það rétt með naumindum. Dæmi um húmorinn : Zorro að tala við hestinn sinn “Over the hills to the governor's building” hesturinn hreyfist ekki svo hann segir aftur “Over the hills to the governor's building” enn hreyfist hesturinn ekki, þá loksins segir hann þessa setningu á Spænsku og þá þýtur hesturinn af stað og þá kemur “punch-linið” í þessu atriði þegar Zorro segir við hestinn “we have to work on your english” hahaha en fyndið…NEI!, svona húmor á kannski heima í Disney teiknimyndum en ekki í mynd sem ætti að flokkast undir Spennumynd / Drama / Ævintýramynd.

Það er mikið um hávær atriði sem eiga að gera mann spenntan (og gera það kannski að einhverju leiti) en það er ekki að bæta myndina fyrir 5 aura.

Mín loka niðurstaða er að þessi mynd á heima einhverstaðar þar sem börn ná aðeins til því þessi mynd er sorgleg afsökun fyrir framhaldsmynd og fær því 1 og 1/2 * hjá mér af 5 mögulegum

And let the skíköst begin!