L.A. Confidential L.A. Confidential, 1997

Guy Pearce
Russell Crowe
Kevin Spacey
Danny DeVito
Kim Basinger

Ég var að grafa þessa mynd uppúr spóluskúffunni minni, hún er nefnilega full af myndum sem ég tók upp af Stöð 2, þegar ég var ekki kominn með DVD. En ákvað svo að skella þessari mynd í. Sá hana síðast þegar ég tók hana upp fyrir nokkrum árum og hef ekki horft á hana síðan.
Myndin fékk 9 óskarstilnefningar, fékk 2, Kim Basinger og besta handritið.

Myndin gerist í Los Angeles á árunum ‘60-’70. Aðalpersónurnar eru; Edmund Exley (Pearce), Bud White (Crowe) og Jack Vincennes (Spacey).

*Kannski spoiler, veit ekki*
Á þessum árum var mikið um spilltar löggur, og þær sem bera hæst þar uppúr eru Bud og Jack. Ed eða Exley eins og hann var oftast kallaður, hann var mjög mjög heiðarlegur, drakk aldrei á vakt, var að vinna meðan það var partí og svona. En sagan segir aðalega frá Náttuglumáli, þar sem félagi Bud's, Stensland, er myrtur ásamt nokkru öðrum. Málinu er lokað strax eftir að nokkrir svertingjar eru “fundnir” sekir um það. En Exley er ekki á því máli að málinu sé lokað, hann grefst áfram í málinu, en það mun kosta nokkrar fórnir..
*End of spoiler*

Þarna sá ég Russell Crowe í fyrsta sinn eftir að ég sá Gladiator, og dáldið öðruvísi núna, þegar ég sá myndina, vissi ég ekkert hver hann var, bara normal leikari. Einblíndi meira á Kevin Spacey. Leikur hans er frábær eins og vanalega, Guy Pearce sannar það bara að hann er mjög efnilegur leikari. Russell Crowe er flottur sem lögga, lögga sem notuð þegar glæpamennirnir vilja ekki kjafta frá.. og er þá góður á sínu sviði. Ég vissi svo ekki að James Cromwell, sá sem lék Smith, að hann væri svona mikill leikari. Sá hann bara fyrst í Babe, eða Baddi grís ;) svo sá ég hann í Eraser og núna hérna, fínn leikari. Danny DeVito leikur blaðamann hjá Hush-Hush, eða Uss-Uss tímaritinu, það sérhæfir sig í að taka myndir af frægum mönnum í vafasömum stellingum :)

Kevin Spacey leikur líka löggu, en löggu sem hefur gaman af sviðsljósinu, vinnur mikið með Hush-Hush kallinum, man ekki hvað hann hét. Jack hefur oft Hush-hush með sér og lætur hann taka myndir af sér við handtökur og svo sendir Hush þetta í blaðið sitt, Hush-Hush. En í endanum þegar mestu lætin voru, þá varð ég virkilega spenntur og hjartað pumpaði, þetta var sko ekkert hjartaáfall, bara myndin svona spennandi, þótt að ég hefði séð hana áður, þá var hún spennandi. Og tek það fram að endirinn er flottur :) annað segi ég ekki, enda er ég ekki “snitch”.
Já, eimmitt, “snitch” það er kjaftaskúmur og það vildi enginn vera í myndinni… og varla enginn í alvöru lífi.

Þessi grein var aðeins á léttari nótunum, fjallaði ekki bara um myndina, ekki eins og fyrri greinarnar um leikarana. En vonandi er þessi ekkert síðri :)


kveðja,
sigzi