Núna langar mig til að gera eitthvað nýtt hérna. En ég ætla gagnrýna kvikmyndahúsin á höfuðborgarsvæðinu. Ég mun gefa kvikmyndahúsunum stjörnur frá einni uppí fjórar stjörnur.

Sambíóin Álfabakka(*1/2 / ****)

Fyrir 10 árum var þetta uppáhalds kvikmyndahúsið mitt. Í dag lítur það að mestu enn út eins og það var fyrir 10 árum. Það sem hefur breyst síðan þá er að það er búið að færa miðasöluna inn þar sem setustofa var einu sinni. Og það er komið VIP salur þarna, sem salur 4 var. En ekkert annað hefur breyst, því miður.

Salirnir eiga það allir sameiginlegt að þeir eru of langir og tjaldið of lítið. Hallinn í sölunum er voðalega lítill og það liggur við að maður sitji í beinni línu við næstu 5 raðir fyrir framan, en er auðvita ekki gott, því hausinn á fólkinu fyrir framan er fyrir. En eftir því aftar sem maður fer í salinn, þá kemur meiri halli og hausinn á fólkinu fyrir framan er ekki lengur fyrir. En þá kemur upp annað vandamál, þá er maður kominn svo aftarlega í salinn að maður sér varla á tjaldið lengur. Breiddin á tjaldinu er í góðu lagi, en það er ekki nógu hátt og þegar maður er kominn svona aftarlega í salina, þá liggur við að maður sé hættur að sjá á tjaldið. Og þetta á sérstaklega við um salina sem eru á neðrihæðinni. Þeir eru algjör hörmung, og í raun skömm að vera bjóða uppá þessa sali. Fyrir nærsýnan mann eins og mig, þá er ég í ákveðnum vandamáli. Annað hvort að sitja framalega og horfa á hnakkann á manninum fyrir fram eða sitja aftarlega og sjá allt í móðu. Ekki skemmtilegt val.
Svo eru það sætin. Þau eru öll frekar óþægileg maður er farinn að bíða spenntur eftir hléi eftir 40 mín því maður þarf að teygja úr sér. Þetta er auðvita ekki gott, og getur skemmt góða bíómynd. Mörg sætin eru úr sér gengin og stundum liggur við að maður sé að setjast á grjót, því sætin eru orðin svo hörð.
Hljóðgæðin eru allt í lægi, en ekkert sérstök. Ég er ekki frá því að ég sé með betri græjur í heimabíógæjunum mínum en er þarna. Þetta hrjáir virkilega VIP salarins, sem er besti salurinn þarna. VIP salurinn væri fullkominn ef ekki væri fyrir slæmt hljóð í salnum. Aðgangur að sjoppunni er ágetur. Það virðist oftast myndast röð við sjoppuna, sem gerist ekki í öðrum kvikmyndahúsum. Reyndar á þetta ekki við um sjoppuna á neðri hæðinni, en þar ríkir frumskógarlögmálið. Þeir frekustu fá afgreiðslu.

Það þarf að taka þetta kvikmyndahús í gegn. Það ætti ekki að vera vandamál munað við þá einokrunar aðstöðu sem hefur skapast á kvikmyndamarkaðnum. Kvikmyndahúsið er komið til ára sinna og varla orðið manni sæmandi að fara í bíó þarna. Eini plúsinn sem ég sé við þetta bíó er að það er nóg af bílastæðum í kringum bíóið. Auk þess sem besti VIP salur landsins er þarna.

Þetta kvikmyndahús fær hjá mér eina og hálfa stjörnu af fjórum. VIP salurinn dregur það upp um hálfa stjörnu, en allt annað er mínus við þetta bíó.



Háskólabíó(* / ****)

Hérna er annað bíó sem menn ættu að forðast. Háskólabíó er líklega versta bíóið á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur ekki verið hreyft við því í mörg ár. Sætin eru orðinn svo gömul og slitinn þarna að maður þorir varla að setja í þau, því maður er hæddur um að þau munu gefa sig. Og reyndar er líklega 4 hvert sæti þarna orðið bilað eða ónýtt. Sætin er jafn óþægileg og þau sem eru í Sambíóinu við Álfabakka. Maður er kominn með krampa í rassinn eftir 40 mín við sitja þarna. Bakið á sætunum er allt of lítið, svo ef maður ætlar að sitja beinn í baki þá stingur plastið á stólnum í bakið á manni. Reyndar hefur þetta bíó framyfir Sambíóin á Álfabakka að það er góður halli í sölunum. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því a sjá ekki tjaldið.
Tjaldið er fínt í stærri sölunum, en þegar maður er kominn í minni salina, þá er þetta orðið hálf skömmustulegt. Sviðið fyrir framan tjaldið hjálpar ekki.
Hljómurinn í sölunum er ekki góður. Ég og vinur minn fórum þarna í bíó í gær og við vorum í sal 3. Það sem vinur minn sagði við mig þegar hann sá hátalarana sem héngu þarna “hei, ég fékk svona hátalara í fermingargjöf”. Fermingin hans var fyrir 12 árum síðan. Þetta segir ýmislegt um gæði hljóðsins þarna. Svo voru sýningargræjurnar þarna ekkert allt of góðar. Td. kom textinn á myndinni fyrir neðan tjaldið.

Þetta Kvikmyndahús hefur lítið sem ekkert uppá að bjóða. Það versta við þetta bíó er líklega að fyrirlestrarsalirnir í háskólanum sjálfum væru betur settir til að sýna kvikmyndir en salirnir í háskólabíói. Svo þetta er annað kvikmyndahús sem þarf að taka í gegn. Eða það mætti bara hætta öllum sýningum þarna og gera þetta að fyrirlestrar húsi og byggja nýtt kvikmyndahús í vesturbænum. Þetta bíó fær eina stjörnu því ég kemst ekki lægra. Ég mæli frekar með að bíða eftir bíómyndunum þar til þær koma út á video heldur en að fara í þetta bíó.


Kringlubíó (**1/2 / ****)

Kringlubíó er hluti af Sambíó keðjunni, og það er mun skárra en það sem er á Álfabakka. Enda er Kringlubíó ekki nema rúmlega 15 ára gamalt. Tjaldið í stærsta salnum er stórt og gott. Hallinn í salnum er mikill svo engir hausar eru að þvælast fyrir manni. Plássið fyrir lappirnar er svona í minna lægi fyrir mann sem er 180cm á hæð. Hljóðkerfið er gott og hljómurinn berst vel um í salnum, sem gerir ekki í hinum tveimur húsunum á undan. Stærsti salurinn er til fyrirmyndar, nema sætin. Þau eru hryllilega óþægileg. Pabbi fer aldrei í þetta bíó því hann fær alltaf svo í bakið þarna. Ég verið líka mjög þreyttur í bakinu eftir að hafa setið þarna.
Salur tvö er aðeins verri en stóri salurinn. Stærsti gallinn er líklega sá að maður heyrir í sýningarvélinni á meðan verið er að spila myndina. Ég fór á eina hrollvekju þarna í fyrra og þegar spennan átti að vera sem mest í myndinni og ekkert hlóð í myndinni sjálfri, þá heyrði maður alltaf tikkið í sýningarvélinni. Nú þetta er stór galli. Reynda hef ég ekki alltaf heyrt í vélinni, en það kemur fyrir.
Salur þrjú er ekki góður. Hann er lítill og aumingjalegur, sem er svo sem allt í lægi, enda ekki viðbúið að allir salir séu toppsalir í kvikmyndahúsum.

Það versta við þetta bíó er, er hversu lítið andrið er. Ef maður er að mæta á frumsýningu á stórri mynd þá verður svo stappað þarna inni að maður getur varla hreyft sig. En í heildina séð þá er þetta gott bíó, en með slæm sæti og lélega minni sali. Fær tvær og hálfa stjörnu.


Laugarásbíó(*** / ****)

Þetta bíó hefur fengið mikla og góða upplyftingu í gegnum tíman og er komið fá því að vera eitt af lakari bíóunum uppí eitt af þeim betri.

Stóri salurinn er nánast því fullkominn. Sætin í salnum eru stór og mikil, það gæti reynst vera galli fyrir lítið fólk, því bakið á sætunum er mjög hátt. Það er góður halli á salnum. Hljóðkerfið nýtur sín í botn í salnum. Tjaldið er stórt og fínt. Það er í raun ekkert sem er hægt að segja slæmt um stóra salinn. Hann toppar næstum VIP salina í Smárabíói og í Sambíóinu á Álfabakka.
En það er ekki fyrr en við komum í minni salina sem maður fer að kvarta. Þeir eru full litlir. Þeir reynar hafa þægileg sæti, ekki eins stór og í stóra salnum. Hallinn er góður. En tjaldið er allt of neðarlega. Það liggur við að maður þurfi að sitja í fremstu röð til að þurfa ekki að horfa niður á tjaldið. Og þá er maður kominn svo nálægt tjaldinu að maður sér ekki alla myndina.
Andrið á þessu bíói, eins og í kringlubíói er allt of lítið þegar vinsælar myndir eru. Maður kemst ekki neitt fyrir troðningi fólks, en sem betur fer, þá gleymist þetta allt þegar maður sest niður í þessi lúxus sæti sem eru í salnum. Svo þar til myndin byrjar, þá hugsar maður með sér að þetta hafi verið þess virði.

Þrjár stjörnur af fjórum. Stóri salurinn bætir næstum upp fyrir alla gallana.


Regnboginn.(**1/2 / ****)

Það sama á við um þetta bíó eins og með Laugarásbíó. Það hefur gengið í gegnum mikið breytingarskeið í gegnum tíðina. Fyrir breytingarnar var þetta eitt af þeim verstu bíóum sem var hægt að fara í. En í dag er þetta orðið gott, maður fær ekki lengur hroll þegar maður er spurður af því hvort maður vilji ekki koma í Regnbogann í bíó.

Stærsti gallinn við þetta Kvikmyndahús er staðsetninginn. Það er hryllilega erfitt að komast að því. Maður þarf að leggja bílnum einhverstaðar langt í burtu og svo þarf maður að ganga góðan spöl áður en maður kemst að bíóinu. Ekki það að við höfum svo sem öll gott af smá göngutúr, en þar sem mörg okkar eru rosalega löt, þá hefur þetta oft áhrif á það hvort eigi að fara í þetta bíó eða ekki.
Salirnir í Regnboganum er orðnir mjög líkir þeim sölum sem eru í Smárabíói, en þeir eru samt ekki eins góðir og í smárabíói, þeir eru allir frekar litlir. Sætin eru góð, en hallinn í sölunum mætti vera betri, þó er enginn haus fyrir manni, en þá er oft voðalega tæpt á því. Hljóðið nýtur sín ágetlega í sölunum, en stundum fær maður það á tilfinningunni að ekki öll hljóðin komist almennilega til skila og tjöldin eru í samræmi við salina, frekar lítil.
Andrið í bíóinu er gott og tekur alveg við þeim fjölda sem kemur í bíó þarna. Þó er ég ekki alveg nógu ánægður með aðstöðu miðasölunnar. Ég er ekki viss um að hún mundi ráða við það ef allir mundu koma á sama tíma.

En þrátt fyrir flotta upplífgun á kvikmyndahúsinu, þá fær hún bara tvær og hálfa stjörnu hjá mér, aðlega vegna þess að salirnir eru litlir og útá staðsetningu bíósins.


Smárabíó(***1/2 / ****)

Þetta er alveg tvímannalaust besta bíóið á landinu. Og það yngsta(held ég alveg örugglega). Salirnir eru stórir og miklir. Það á jafnt við litlu salina sem stóru. Allir eru breiðir og hátt til lofts í þeim. Tjaldið fyllir að mestu uppí stærðina á salnum. Hljómgæðin njóta sín vel í sölunum og heyrist vel um allan salinn. Það er í raun lítið sem hægt er að setja útá þetta bíó.
Þó er eitt sem hefur farið nokkuð í taugarnar á mér, en það er að salirnir eru frekar illa hljóðeinangraðir. Maður heyrir allt of vel á milli sala, og þetta er oft leiðinlegt þegar brjáluð hasarmynd er sýnir í næsta sal við hliðina á meðan maður sjálfur er á frekar rólegri bíómynd. Þá heyrir maður drunurnar og lætin úr hinum salnum, og það truflar mann á meðan maður er á myndinni.
Svo er ekki laust við að sýningartækin séu eitthvað farinn að gefa sig í sumum sölunum þarna. Mér finnst eins og í hvert skipti sem ég fer í bíó þarna, þá klikkar eitthvað í vélunum þarna. Stundum slokknar ekki á myndvarpanum lýsingin frá honum er uppi fram í miðja sýningu. Um daginn fór ég á Land of the Dead þarna, og sýningarvélin fór ekki í gang. Pásan sem kemur eftir auglýsingarnar, og þar til sýningarvélin fer í gang er oft of löng. Svo ríkir líka sama villimennska við að komast að sjoppunni þarna eins og í hinum kvikmyndahúsunum. Þetta er líklega það helsta sem maður hefur að kvarta undan í Smárabíói, en í heildina er þetta besta bíóið í landinu.
VIP salurinn nær reyndar ekki sömu gæðum í þægindum eins og VIP salurinn í Sambíóinu við Álfabakka. En hann vinnur það upp á betri hljóðgæðum.

Staðsetning bíósins er líka sú besta, mjög auðvelt að komast af því og eins eru fullt af bílastæðum í kringum það. Svo í heildina fær bíóið þrjár og hálfa stjörnu af fjórum. En þeir mættu fara gera eitthvað í þessum sýningarvélum fljótlega, því það er mjög pirrandi þegar myndin fer t.d ekki í gang.
Helgi Pálsson