Metropolis - móðir vísindaskáldskaparins ATH!
Hér á eftir ætla ég að fjalla um efni myndarinnar Metropolis eftir Fritz Lang frá 1926/7. Ef þú hefur ekki séð hana, drifðu þig þá út á leigu og taktu hana. Ég mæli ekki með að þeir sem séu ekki búnir að sjá myndina lesi greinina, heldur uppgötvi snilldina upp á eigin spýtur.

Myndina Metropolis eftir Fritz Lang má kalla fyrstu alvöruvísindaskáldskaparmyndina ef frá er talin hin 14 mínútna langa mynd Géorges Mélies, eins af frumkvöðlum kvikmyndagerðarlistarinnar, frá 1902, La voyage dans la lune. Söguna byggði hann lauslega á skáldsögu Jules Verne, De la terre à la lune. Eflaust kannast einhverjir við frægan ramma úr myndinni þar sem geimfar hefur langt í auganu á karlinum á tunglinu. (sjá t.d. http://www.iua.upf.es/~berenguer/textos/fabrica/ig/melies.gif). Metropolis var dýrasta mynd síns tíma og heimildir herma að hún hafi kostað fjórfalt meira en áætlanir gerður ráð fyrir. Eins og áður sagði er leikstrýrðir Fritz Lang, austurrískur leikstjóri, myndinni.

Metropolis fjallar um dystópískt framtíðarsamfélag þar sem þjóðin skiptist í tvo hluta; valdhafana sem lifa á yfirborðinu við mikinn munað og síðan verkamennina sem lifa fyrir neðan valdhafana í verkamannaborg þar sem öll vinna við að halda borginni gangandi fer fram. Lang sagði sjálfur að hann hafi fengið innblástur að myndinni í ferð sinni til New York þar sem hinir gífurlega háu skýjakljúfar heilluðu hann.

Í Metropolis fá verkamennirnir fá ekki að koma upp í valdhafaborgina og valdhafarnir fara sjaldan niður til verkamannanna. Meðal verkamannnana lifir kona að nafni María, sem er eins konar leiðtogi verkamannnann, þeir ráða henner í sífellu og hún er nánast tilbeðin sem guðlegur leiðtogi þeirra. María boðar betri tíðir, hún segir að ástand mála gengi ekki og að allt sem þurfi til að allir gætu lifað í sátt og samlyndi sé milligöngumaður til að gangi í milli í samskiptum verkamannanna og valdhafanna.

Sá sem stjórnar öllu í Metropolis er Freder Fredersen. Hann er kaldlyndur og miskunnarlaus og lítur niður á verkamennina. Sonur hans, Jon, er honum ekki skaplíkur og þegar einn daginn hann verður vitni að því að faðir hans rekur mann úr þjónustu sinni af nánast engu tilefni finnst honum hann hafa fengið nóg. Jon hefur samúð fyrir verkamönnunum og ákveður að hann skuli fara þangað sem enginn úr valdhafaborginni á að fara; niður í verkamannaborgina og kynna sér aðstæður verkamannanna. Freder er orðinn þreyttur á verkamönnunum og vill losna við þá eins fljótt og auðið er. Hann fær brjálaðan vísindamann í sína þjónustu til að smíða vélmenni sem er nauðalíkt Maríu og vill að hann láti vélmennið skipa verkamönnunum að gera uppreisn þ.a. Freder hafi afsökun til að grípa til aðgerða gegn verkamönnunum.

Meginþemað í Metropolis byggir á sögunni í Genenesis-bók Biblíunnar um Babel-turninn. Maðurinn ákvað að byggja turn sem næði upp í himnaríki en Guði þótti það hubris(ofdramb) í manninum svo að hann gerði mennina ófæra um að skilja hvern annan. Skv. Genesis urðu hin mismunandi tungumál heimsins þannig til. Tilvísunin í söguna í Babelturninn er augljós í Metropolis; verkamennirnir og valdhafarnir skilja ekki hver annan og til að allir geti lifað í sátt og samlyndi þarf milligöngumann. Milligöngumaðurinn minnir óneitanlega á Krist enda boðar María komu hans sem frelsara og að allir hlutir batni eftir komu hans.

Freder gengir um borgina og líkar ekki það sem hann sér. Hann verður vitni að spreningu í einni vélanna og sér til hryllings sér að aðrir verkamenn hlaupa í skarðið til að halda vélinni gangandi áður en hugað er að þeim særðu. Hann verður vitni að hinum bágu vinnuskilyrðum verkamannanna og hann fer að finna til með þeim. Hann verður jafnframt ástfanginn af Maríu og áttar sig á að hann loks á að hann er í upplagðri stöðu til að gerast milligöngumaðurinn sem María hefur talað um. Hann er víðsýnari en aðrir í valdhafaborginni og hefur samúð með verkamönnunum. Jon er í raun á hærra meðvitundarstigi en hinir í valdhafaborginni og áttar sig á að ástand mála er alls ekki ásættanlegt. Hann er upphafinn sem frelsari verkamannalýðsins og í raun má segja að hann þjóni hlutverki Krists í myndinni.

Vélmennið sem sent er í verkamannaborgina til að hvetja þá til uppreisnar er skírskotun til framfaratrúar mannkynsins í tæknimálum. Á tíma myndarinnar virtist þessi tækni örugglega vera innan seilingar enda gífurlegar breytingar í gangi á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Myndin felur í sér ádeilu á hugmyndir og stefnur þessa tíma. Hægt er að túlka Metropolis þannig að hún taki afstöðu gegn sósíalisma. Í myndinni markar bylting verkamannanna glötun þeirra og hér gæti Lang verið að segja að ef verkalýðurinn geri uppreisn eigi það eftir að hafa hörmulegar afleiðingar fyrir hann. Hitler hafði sína eigin túlkun á myndinni og leit á valdhafana sem Gyðingana. Þetta varð til þess að Hitler bauð Lang að gera ádeilumyndir fyrir Nasistaflokkinn en Lang hafnaði boðinu og flúði frá Þýskalandi árið 1934.

Metropolis hefur verið gríðarlegur áhrifavaldur í kvikmyndagerð allar götur síðan hún var gefin út. Brjálaði vísindamaðurinn, Rotwang, hefur í myndinni misst hægri höndina sína og hefur svartan gervilim á sér hennar í stað. Þetta minnir óneitanlega á Dr. Strangelove í samnefndri mynd Kubrick, þar sem STrangelove var brjálaður, þýskur vísindamaður sem hafði svartan hanska á hægri höndinni og réð ekki við hana. Einnig minnir vélmennið sem Rotwang smíðar til að koma í stað Maríu óneitanlega á C-3PO í Star-Wars myndum Georges Lucas. Babelturns-hugmyndin um tvo hópa sem skilja ekki hvorn annan og þurfa milligöngumann til að bjarga málunum kemur svo fram í mörgum vísindaskáldkaparmyndum nýrri tíma, s.s. í Dark City og Matrix.