Nokkur minnisstæð atriði Þetta eru nokkur atriði sem eru minnisstæð í mínum huga.

The Lion King

Atriðið þegar Mufasa deyr er rosalegt. Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að fara að gráta yfir mynd og einmitt í þessu atriði. Maður byrjar að fá hroll um leið og nautin (man ekki hvað þessi kvikindi heita) hlaupa niður brekkuna á eftir Simba og andlitið á honum fyllist af örvæntingu. Þessi hrollur hélst í alveg 10 mín og eins og ég sagði þá fékk ég svona hálftár í augun, og fæ reyndar enn, þegar ég horfi á þetta atriði, það er það magnað.

Deliverance

“Squeal like a pig… Weeeee” Maður gelymir þessu atriði ekki í bráð. Eitt af þeim atriðum sem manni finnst beinlínis erfitt að horfa á. Þetta er sena þar sem “hillbillie” nauðgar öðrum manni. Manni líður illa að horfa á þetta atriði.

Sleepers

Þetta er fínasta mynd og hreyfir nokkuð við manni. Sérstaklega Kevin Bacon. Það voru nokkuð mörg atriði sem voru áhrifamikil í þessari mynd t.d. þegar Kevin sem fangavörðurinn er að misþyrma söguhetjunum í myndinni kynferðislega. (Spoiler) Svo í endann þegar Kevin Bacon er myrtur, það er frábært atriði. (Spoiler endar)

The Shawshank Redemption

Atriðið þegar Andy spilar Brúðkaup Fígarós hefur mér alltaf fundist vera magnað atriði og maður verður eitthvað svo glaður þegar þetta er að gerast. Allir hætta að vinna eða gera það sem þeir voru að gera og hlustuðu á tónlistina. Líka frábært atriði þegar Andy er sloppinn út og stendur í rigningunni, frábær rammi.

Full Metal Jacket

Það er bara sorglegt þegar Private Joker minnir mig, og hans menn eru búnir að finna þann sem drap fleiri hermenn með snipernum. Það reynist vera ung stelpa en þrátt fyrir það setur hann kúlu í hausinn á henni. “Cold man”

Schindler’s List

Það atriði, sem á eftir dauða Mufasa, hefur verð næst því að fá mig til að fara að skæla er lokaatriðið þegar Oskar er fyrir utan verksmiðjuna og er að hugsa um hvað hann hefði getað bjargað fleirum frá dauða. “I could have gotten one more person… and I didn't! And I… I didn't!” Frábært atriði.

Fight Club

Það er alveg magnað atriði þegar Tyler er barinn í spað af eiganda kjallarans og hann era ð skellihlæja að þessu öllu saman. Svo hendir hann honum af sér og spýtir blóðinu í andlitið a honum. Snilld.

Reservoir Dogs

Marvin. Vesalings Marvin fær það heldur betur óþvegið hjá Tarantino. Hér er eyrað skorið af honum, hann er skorinn á andlitið og barinn og síðan er bensíni í lítratali hellt á sárin. Maður getur ekki annað en hatað Mr. Blonde fyrir svona villimennsku.


Þetta er svona blanda af minnisstæðum og atriðum sem hreyfðu verulega við manni og sitja eftir lengi. Nú er komið að ykkur.