Indy 4 - Of dýr til að framleiða ? Ef aðdáendur Indy fengu að ráða, þá væri fjórða myndin líklega komin í bíó núna. Á meðan eru Steven Spielberg, George Lucas, Harrison Ford og Sean Connery að baslast við nýju myndina, það er ekki spurning lengur um tíma, heldur peninga.

“The Post” fullyrðir að Ford, sem fær $1,25 milljón á dag fyrir nýju mynd sína, K:19, vilji fá $25 milljónir fyrir að leika Indy aftur. Myndin mun kosta þá u.þ.b. $150 milljónir, þ.e. þegar þú tekur saman laun allra leikarana.
Einnig er Paramount í vandræðum að finna það út hvernig myndin getur hagnast, miðað við laun leikarana.

Síðan 1989, þá hafa liðið 12 löng ár frá því að Last Crusade var gerð, Ford, sem verður eldri og eldri, hann var 34 þegar hann lék í Star Wars, mun verða 59 ára, 13. júlí nk.

Paramount hefur verið að skoða uppí 12 mismunandi atburðarrás. Það kom til hugmyndar að láta Indy heimsækja Atlantis (mjög mjög litlar líkur á því, fyrst að Disney gerði Atlantis)

Framleiðendur myndarinnar hafa 3 handrit sem þeir telja vera allt í lagi, en núna segjast George og Steven að þeir vilji hafa “writing-control”. Sagði maður frá Paramount við Post. Sem þýðir að höfundur Sixth Sense, M. Night Shyamalan, muni semsagt ekki skrifa næstu Indy myndina.


Þessar fréttir bárust í gær, 5. júlí, 2001.
Einnig þetta eru bara orðrómar, ekkert er ákveðið.

Takk fyrir,
sigzi