Næsti Bond Það er flestum ljóst að Pierce Brosnan hættir eftir næstu Bond mynd en hver mun taka við? Ekkert er ákveðið en ég hef verið að grennslast fyrir og fundið fullt af rumorum.

1. Robbie Williams; vildi hlutverkið mjög mikið, Broccoli ættarveldið sagði, Robbie minn þú er ljótt gerpi. Honum var hafnað, ég held að ég hafi ekki verið meira ánægður síðan að ég frétti að Leonardo DeCrapio hafi ekki fengið hlutverkið sem Anakin Skywalker.

2. Gerard Butler; margir vilja segja að hann væri fínn næsti Bond en Broccoli sagði nei, ekki hann.

3. Rupert Everett, hver segir að Bond geti ekki ekki komið út úr skápnum :).

4. Russell Crowe; ég efast um að MGM vilji reyna aftur á ástralskan Bond(muniði eftir pípureykjandi George Lazenby).

5. Colin Firth; hann vill það, engin annar vill það samt.

6. Catherine Zeta-Jones; hmmmmm..

7. Cuba Gooding Jr; já Bond gæti orðið svartur, nei, ég er ekki að grínast! Roger Moore er meira að segja búin að segja að hann vilji helst hann Cuba fyrir hlutverkið. Ég hef reyndar aldrey þolað hann, frekar vildi ég sjá eitthvern annan.

Fyrir meiri upplýsingar um Bond : www.sbs.is/007/