House of Wax: "Orginal" vs. Remake Var að klára horfa á nýjustu myndina með heimagerðu klámmyndadrottningunni, Paris Hilton, House of Wax. Fyrir þá sem vita ekki af því, þá er þessi mynd endurgerð af mynd með sama nafni frá 1953(House of Wax ) þar sem Vincent Price fór á kostum sem rugludallurinn. Enda er Vincent Price konungur hryllingsmyndana.

Þessar myndir eru byggðar á sömu sögu, um rugludall sem vaxar fólkið sem hann drepur og setur þau upp í vaxmyndasafnið sitt. 2005 útgáfan fer reyndar ekki sömu leið og 1953 útgáfan. Í 2005 útgáfunni er aðal sögusviðið í smábæ rétt fyrir utan þjóðveg þar sem rugludallurinn lokkar graða unglinga inní smábæinn svo hann getur drepið þau eitt af öðru og vaxað þau upp. Í 1953 er sögusviðið í New York borg og er rugludallurinn eigandi að vaxmyndasafni í borginni. Og drepur hann fallegasta fólkið, eða það fólk sem hann telur hent vel í safnið(ekki hvern sem er eins og í 2005 útgáfunni).

2005 útgáfan, fjallar um sex unglinga sem eru að fara á milli bæja til að komast á leik í ameríska fótboltanum. Þau ákveða að taka sér styttri leið til að komast framhjá allri traffíkinni, og eins svo þau verða fljótari. Þessi sena virðist vera orðinn fastur liður í unglingahryllingsmyndum, og auðvita endar þetta alltaf illa. En þau komast af því að styttri leiðin sé lokuð og í staðinn fyrir að snúa við, þá ákveða þau að taka hjáleiðina. Hjáleiðin reynist vera heldur löng og enda þau á því að gista útí skógi um nóttina. Um morguninn er svo annar bíllinn bilaður á ákveða því tvö þeirra að vera eftir og sleppa því að fara á leikinn. Hin fjögur fara því næst á leikinn. Einn sveitalúðinn sem þau rekast á skutlar hinum tveim í lítinn bæ rétt hjá þar sem þau ætla ná í varahluti fyrir í bílinn. En þegar kemur af því að fara úr bænum þá mun það reynast um erfiðar en þau reiknuðu með.

1953 útgáfan, fjallar um tvo félaga sem eru að reka vaxmynda safn í New York. Reksturinn gengur frekar illa og því ákveður annar aðilinn að kveikja í vaxmyndasafninu til að reyna svíkja út tryggingarfé. Þetta endar með því að félagarnir lenda í slagsmálum og endar það á því að Jarrod(Price) er sleginn í rot og skilinn eftir í brennandi vaxmyndasafninu. Nokkrum árum seinna ákveður svo Jarrod að endurreisa vaxmyndasafnið og koma því til fyrri frægðar, með fremur óhugnanlegum aðferðum.

Ég verð nú að segja að 1953 útgáfan sé töluvert betri en 2005 útgáfan. Auk þess að hafa hinn óumdeilanlegan hryllingsmynda kóng, Vincent Price , segir ýmislegt. 2005 útgáfan er allt of formúlukennd og lítið í sögum sem vekur áhuga. Hún á þó góða spretti inná milli. Opnunaratriðið var mjög skemmtilegt og ég held að það hefði verið hægt að gera miklu skemmtilegri og áhugaverðari mynd út frá því atriði, heldur en að snúa sér af því að gera formúlukennda unglingahryllingsmynd. Endirinn á myndinni var líka mjög flottur, aðalega fyrir það hvernig farið var með vaxmyndasafnið. Það skapaði ágeta stemmingu í myndinni og eins eitthvað nýtt líka. Man ekki eftir því að hafa séð svipað atriði í öðrum myndum áður. Svo myndin fær plús fyrir það. Annars er þetta meðal unglingahryllingsmynd. Fær aðeins ** / ****.
1953 lifir góðu lífi útá góða sögu. Hún er mun heilsteyptari og ekki eins formúlukennd, þó fer hún nokkrum sinnum eftir formúlunni. Leikurinn er á hærra plani, sagan er mun skýrari og við fáum að vita útaf hverju Jarrod ákvað að fara þessa óvenjulegu leið til bæta upp vaxmyndasafnið sitt sem félagi hans brenndi. Sú mynd fær hjá mér *** / ****. Sú mynd er á meðal þeirra betri hryllingsmynda sem hægt er að sjá. Mæli með henni fyrir alla hryllingsmyndaunnendur.
Helgi Pálsson