Stundum koma út myndir sem gjörsamlega læðast framhjá öllum en eru algjört brill. Þetta er ein af þeim. Ég leigði hana í Laugarásvídeo á DVD en hún var aldrei gefin út í USA eða í Evrópu almennt minnir mig nema á einhverjum norðurlöndunum og síðan hefur hún verið á kvikmyndahátíðum.
Myndin fjallar um 2 menn sem ákveða að losa Boston við glæpalíð. Ég vil helst ekki segja meira um hana nema jú, William Dafoe leikur hýran FBI mann og fer hann gjörsamlega á kostum í þessari mynd.