Ég fór í Háskólabíó fyrir nokkru og áður en ljósin voru slökkt voru sýndar skjáauglýsingar. Ekkert athugavert við það svo sem nema að eftir fimmtu hverju skjáauglýsingu var sýnd leikin auglýsing og það fór alveg hrikalega í taugarnar á mér. Það er varla hægt að tala saman á meðan hún er í gangi og síðan hefur maður 5 skjáauglýsinga bil til að tala saman áður en næsta leikna auglýsing þaggar niður í manni. Fer þetta í taugarnar á einhverjum öðrum eða er ég sá eini sem tek eftir þessu? Þetta gerir það að verkum að ef ég get valið á milli þess að sjá mynd í Háskólabíó og sömu mynd í öðru bíói þá fer ég hiklaust eitthvert annað en í Háskólabíó.