3 eðalhasarmyndir Þetta eru eins og segir í fyrirsögninni 3 mega hasarmyndir sem mér finnst vera bara nokkuð klassískar, svona myndir sem maður getur horft á aftur og aftur.


Con Air

Þetta er ábyggilega fyrsta alvöruhasarmyndin sem ég sá, eitthvað um 11 ára aldurinn. Síðan sá ég hana ekki í 4 ár en mig minnti alltaf að þetta hefði verið geðveik mynd. Svo sá ég hana aftur og hún var jafnvel enn betri en í fyrsta sinn.

Camero Poe (Nicholas Cage) er góði maðurinn sem drap óvart mann í sjálfsvörn og fór í fangelsi. Nú er komið að því að fara heim og hann fær far með flugvél sem á að flytja hættulegustu fanga Bandaríkjanna í nýtt öryggisfangelsi. Með í för eru mögnuð kvikindi og ég hef sjaldan séð jafn margar skemmtilegar persónur í einni mynd. John Malkowich fer þar fremstur í flokki sem geðsjúklingurinn Cyrus “the Virus” Grissom, en fast á hæla hans koma fjöldamorðinginn Billy Bedlam, uppreisnarseggurinn Diamond Dog og í einhverju svalasta innkomuatriði fyrr og síðar kemur Garland Greene sem leikinn er fantavel af Steve Buscemi.

Con Air er líka nokkuð fyndin og það eru fleiri tugir góðra quota í henni en ég hef alltaf haldið upp á þessa tvo:

1. Cyrus the Virus: Oh, nothing makes me sadder than the agent lost his bladder on the airplane.

2. Billy Bedlam: Carson City? The law is down there have you lost your mind? – Cyrus ths Virus: According to my last psycho-avaliuation… Yes.

Allavega þetta er massaþétt mynd og mjög skemmtileg.



True Lies

Þetta er að mínu mati hin ultimate hasarmynd. Maður fær ekki hvíld frá öllum látunum sem eru í þessari mynd enda er það meistari James Cameron sem leikstýrir henni og sá maður kann að búa til alvöru hasaratriði.

Arnold Schwarzenegger leikur leyniþjónustumanninn Harry Tasker sem þarf að standa í því daglega að uppræta hryðjuverkahópa. Við komum að Harry þegar hann þarf að leysa mál þar sem hann þarf að reyna að uppræta arabísk hryðjuverkasamtök sem hafa kjarnorkusprengju í sínum höndum.

Það er tveir menn sem eiga þessa mynd. Það er Tom Arnold sem Albert Gibson, aðstoðarmaður Harry's og Bill Paxton í hlutverki Simon's. Hvert einasta orð sem kemur út úr Tom Arnold í þessari mynd er fyndið, það er ekki flóknara en það. Hann er fráskildur og hann vandar ekki fyrrverandi konunni sinni kveðjurnar Gibson: What kind of a sick bitch takes the ice cube trays out of the freezer? Mögnuð lína. Bill Paxton er frábær sem Simon og þetta er svo sorglegur karakter að maður getur ekki annað en hlegið að honum.

Það sem hefur samt verið umdeilt við þessa mynd er þegar Jamie Lee Curtis, sem leikur grunlausa eiginkonu Harry's, er að dansa “strippdansinn” fyrir Harry. Þetta atriði hefur verið sagt vera óþarfi og einungis til að troða meiru inn í myndina en þetta er hins vegar mjög skemmtilegt atriði þótt það líti mjög mikið út fyrir að vera bara svona aukaatriði sem væri alveg hægt að sleppa.

Öll hasaratriði sem þú getur hugsanlega hugsað þér eru í þessari mynd. Það er svo mikið að ég nenni ekki einu sinni að byrja að skrifa um það. Þetta er must-see hasarmynd.


Terminator 2: Judgement Day

Önnur Cameron/Schwarzenegger mynd, hún að mínu mati er hún betri en Terminator fyrri. Þarna er James Cameron búinn að gera já vantanlega Terminator og líka Aliens en það er by the way snilldarmynd.

Arnold Schwartzenegger er kominn aftur úr framtíðinni. Nú er hann kominn til að vernda hinn unga John Connor en hann leikur Edward Furlong sem flestir kannast við úr American History X. Þeir eru síðan á flótta undan öðrum Terminator og þá hefst hasarinn.

Ásamt góðum söguþræði eru auðvitað geðveikt svöl hasaratriði en þar má helst nefna… bara allt. James Cameron ætti að fara að búa til fleiri hasarmyndir, hann býr til þær bestu. Arnold er hér í sínu besta hlutverki og hann er magnaður, það hefði enginn getað leikið þetta hlutverk annar en hann.

Þetta er í heildina frábær mynd og er betri að mjög mörgu leiti en hinar tvær. Betri en Con Air á öllum sviðum og að mörgu leiti betri en True Lies. True Lies er samt enn í mínum huga hin ultimate hasarmynd.

P.S. Þetta er hinn rosalegi klósettskotbardagi úr True Lies á myndinni.