Goal! Örlítill SPOILER Myndin fjallar um strákinn Santiago Mũnez sem var ólöglegur innflytjandi, en hann flutti frá Mexíkó til Bandaríkjanna þegar hann var aðeins 10 ára.
Hann býr í Los Angeles og spilar þar áhugamannabolta.
Hann dreymir um að fara í atvinnumennskuna og var uppgvötvaður af Glen Foy sem spilaði með Newcastle á sínum tíma.
Santiago Mũnez er með þann hæfileika sem úrvalsdeildarliðinu, Newcastle United, vantar, fljótur og hugrakkur fótboltamaður.
Newcastle þurfti að sigra alla leikina sem þeir áttu eftir af tímabilinu þegar Santiago Mũnez kom til liðsins í reynslu.

Það eru margir frægir úr fótboltanum sem birtast í myndinni s.s. David Beckham, Steven Gerrard, José Maurinho, Raul, Zinédane Zidane, goðsögnin í Newcastle Alan Shearer og fleiri.

Það er í einum leiknum hjá Santiago Mũnez sem er í Los Angeles þar sem honum er ekki leyft að spila án legghlífa svo hann fer í ruslatunnu sem er þarna og rífur pappa af pappakassa niður í strimil þannig að hann geti stungið pappanum undir sokkana.

Leikarar í myndinni:

Santiago Mũnez er leikinn af Kuno Becker sem er 27 ára gamall, hann er ein frægasta mexíkanska stjarnan í dag.

Glen Foy er leikinn af Stephen Dilane.

Gavin Harris er leikinn af Alessandro Nivola sem er Ameríkanskur leikari.

Roz Harmison er leikin af Anna Friel sem var ólétt þegar hún lék í myndinn en samt ekki komin langt á leið. Roz Harmison er hjúkrunarkona Newcastle sem verður fljótt ástfangin af Santiago Mũnez.

Herman Mũnez er leikinn af Tony Plana. Herman Mũnez er pabbi Santiago Mũnez í myndinni og studdi son sinn ekki mikið í myndinni, þegar Herman Mũnez deyr og Santiago Mũnez vinnur Liverpool með aðalliði Newcastle United þá komst Santiago Mũnez að því að Herman Mũnez, pabbi hans, hefði séð sig, Santiago Mũnez, spila með Newcastle.

Barry Rankin er leikinn af Sean Pertwee, Barry er þessi týpíski umboðsmaður.

Hughie McGowen er leikinn af Keiran O'Brien, Hughie McGowen spilar með varaliðinu hjá Newcastle og gerði Santiago Mũnez lífið leitt þegar Santiago Mũnez kom til liðsins, en Hughie McGowen fékk á sig spjald fyrir fáranlega tæklingu til að bjarga Santiago Mũnez frá því að verða tæklaður illa.

Christina er leikin af Cassandra Bell, Christina er kærasta Gavin Harris. Cassandra Bell játaði að hún “viti ekkert” um fótbolta.

Leikstjóri er Danny Cannon

Handritið samdi Mike Jefferies

Ég gef myndinni 9.5 af 10 mögulegum þar sem þessi mynd var hrein og tær snilld.