Ég er búin að vera skoða verðið á DVD myndum uppá síðkastið og get ekki setið á mér lengur að skrifa smá grein.
Þannig er mál með vexti að eftir að ég sá DVD myndir í BT á 3699 þá endanlega misti ég andlitið og fóra að spyrja félaga mína sem eru starfsmenn hjá ónefndum fyrirtækjum á þessum markaði(BT og Skífan)um hvernig stæði á þessu og ójú ekki leið á langu að ég fékk að vita það að þessi ónefndu risar á markaðnum(BT og Skífan)hefðu gert með sér samkomulag um að keppa ekki á þessum markaði heldur hækka verðið samann til að fá meira út úr hverri mynd.
Seinast þegar ég gáði flokkast þetta undir verð samráð og er ólöglegt en þó að ég hafi talað við neytenda samtökin(sem þökkuðu mér fyrir upplýsingarnar og báðu mig ekki að hringja aftur eða þannig)þá hefur ekkert verið gert,ekkert skoðað og ekkert skrifað.
Það er ekki eðlilegt að neitendur séu teknir í rass dag eftir dag og ekkert sé sett út á það.
Ég er ekki að skrifa þessa grein til að segja “helvítis BT og Helvistis Skífan” kjaftæði heldur til að benda á staðreindir,það er verðsamráð á DVD myndum og við erum samt að kaupa!!!
mig vantar gítar