Ég verð að viðurkenna að ég var með nokkrar væntingar um þennan þátt, en sá svo eftir þennan þátt að hann er frekar mjög lélegur.

Fyrir þá sem hafa gaman af bíómyndum en nenna ekki að fylgjast með því nýjasta, þá er þetta fínn þáttur.

En ég sem fer alltaf á hverjum degi og tékka á nýjustu fréttum, þá er þessi þáttur “old news”.
Nema ég fæ að sjá trailerana.. það er kostur.

Crocodile Dundgee, frétti af honum fyrir hálfu ári ca.
Viðtalið við stelpurnar var leiðinlegt, gjafir !! ojbara !! nokkrar spurningar..
Brynja X. taldi þetta upp eins og hún væri með dislexíu, kannski bara nervus..

En á sá trailerinn af LOTR, og get sagt að ég bíð fullur væntingar jólin 2001, 2002 og 2003.
Jibbí, það verður sýnt úr Ríddu mér !! “Við tillitsemi við áhorfendur…” líklega verða það bara atriði þar sem ekkert gerist.

Svo þetta byssukúliblaður! Hve mörgum byssukúlum var hleypt af í Wildbunch?? Uuu.. veit ekki en hef varla áhuga að vita.. 90,000 kúlum.. þetta getur komið sér að gagni..


En kannski er gagnrýnin mín of hörð og biðst þá afsökunar á því.

Endilega komið með ykkar álit á þessum “kvikmyndaþátt”…. :)



sigzi