Ég festi nýlega kaup á hini frábæru kvikmynd Sin city á stafrænum mynddisk og hér ætla ég að skrifa litla grein um það.

Leikstjórn:Frank Miller og Robert Rodriquez
Handrit:Byggt á myndasögum Frank Miller´s
Leikarar:Jessica Alba,Bencio Del Toro,Brittany Murphy,Clivw Owen,Mickey Rourke,Bruce Willis og Elijah Wood

Í stuttu máli eru í myndini 3 sögur auk innlits úr annari:

Lögreglu maðurinn Hartigan er að fara að hætta en honum finsnt hann ekki geta hætt fyrr en hann bjargar stúlku frá nauðgara og raðmorðinga sem er ekki hægt að handtaka vegna skyldleika hans við hásetta menn(vill ekki gefa upp spoilera) svo hann gerir það eina rétta í þessari stöðu, hann “plaffar” þennan sjúka andskota niður og “plaffar” af honum eyra,kynfæri
og hendi.Hann næst og er settur í fangelsi í 8 ár þangað til hann kemst að því að stúlkan sem hann bjargaði sé í hættu og þarf að játa á sig glæpinn til að eiga möguleika á því að bjarga henni.


Marv er forljótur og ferlega grimmur hrotti sem á við geðræn vandamál að stríða, eina nótt hittir hann gullfallega konu á bar en hún er svo myrt á meðan hún sefur við hlið hans eftir að þau eyða nóttini saman, og sökini er komið á hann
sökkini af morðinu og hann ákveður að hefna hennar og puntar og drepur alla á vegi sínum til að komast af því hver bar ábyrgðina.


Dwight lendir í miklum vandræðum í tengslum við atburði sem snúast í kringum Jackie Boy og félaga hans þegar vopnahlé vændiskvenna og lögreglunar er nálægt því að hrynja, og mafían vill notfær sér það.


Öll myndinn er tekin upp fyrir framan “green-screen” og allir bakrunnir gerðir í tölvu af Robert Rodriquez leikstjóra sem nýlega snérist til tölvugráfík trúar í kvikmyndum.

Þessi mynd er ekki hæfileg fyrir viðkvæmar sálir
enda er mikið ofbeldi í henni og hvít,rautt og stundum jafnvel gult blóð flæðir fram í heilum lítrum. Ofbeldið er allt mjög óraunverulegt og svoldið teiknmyndalegt(útlimir skjótast af fólki við byssuskot,koma holur á múrveggi þegar andliti manna er barið á þá og svo framvegis)

Sin City skartar mörum úrval leikurum(til dæmisBruce Willis,Mickey Rourke,Clive Owen og Jessicu Alba) auk þess sem Quentin Tarantino sjálfur leikstýrir einu atriði, enda eru hann og Rodriquez bestustu vinir.

Rétt er að taka fram að hún er svart-hvítt en valdir hlutir eru litaðir.Svoldið eru um karlrembu í myndini en ef það hefði ekki verið hefðu margir Sin City aðdáendurorðið vonsviknir.

Aukaefnið inniheldur:nokkra trailer-a,plaköt og myndir og Behind The Scenes mynd(sem er reyndar mjög stutt)

Mæli með henni fyrir alla konur og kalla, kalla með hár og konur með skalla.Þó að þú hafir ekki lesið myndasögurnar skemmir það ekki myndina, persónulega hef ég ekki lesið eina einustu og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé besta mynd sumarsins 2005.

Ég biðst afsökurnar á öllum villum í stafsetningu.