Fleiri reglur úr kvikmyndum Viðbrögðin við seinustu grein um reglurnar voru alveg þokkalegar og þess vegna ætla ég að gera aðra.

follu þú þarft ekki að lesa þetta því þetta er alveg drepleiðinlegt. Slepptu því bara og lestu eitthvað annað í staðinn.


"Hver var skotinn?” reglan

Þegar tvær persónur eru að berjast um byssu, á byssan eftir að hleypa af einu skoti. Þá, í nokkrar sekúndur, hreyfist einignn og við vitum ekki hver var skotinn. Að lokum hrynur önnur persónan niður á dramantískan hátt.

Slæmar fréttir reglan

Þegar einhver sem heldur á einhverju brothættu t.d. vasa á eftir að missa hann í gólfið í slow- motion þegar viðkomandi heyrir einhverjar slæmar fréttir, vanalega sýnt frá mörgum sjónarhornum.

Klettabrúnsreglan

Söguhetjan hangir á klettabrún og getur alls ekki teygt sig lengra og ekki híft sig 1 cm, ekki einu sinni í sjálfsbjargarviðleytni. Þegar hann rennur meira til og er nær því að detta getur hann alltaf teygt sig hátt eftir hönd þegar hún kemur.

Matarreglan

Það klárar aldrei neinn að borða í kvikmyndum. Það er alltaf truflað með símtölum, fyrrverandi elskuhugi labbar inn eða einhverjir byrja að rífast. Það borðar enginn meira en tvo bita af pulsunni sinni eða poppinu. Ef það er verið að borða eftirrétt þá er mjög líklegt að hann eigi eftir að enda í kjöltunni á einhverjum eða á hausnum á einhverjum.

Disney-siðferðisreglan

“Vonda liðið” geta alltaf svindlað og verið óheiðarlegir nema í lokaleiknum. Þá eru leikmennirnir í vonda liðinu reknir fyrir minnstu sakir mögulegar. Litla liðið getur hins vegar alltaf beitt öllum sínum ráðum og aldrei fengið áminningu.

Bakpokareglan

Bakpoki sem eitthvað barn er með inniheldur oftast allt sem þarf til þess að lifa af stórslys, eða það sem þarf til að ferðast í gegnum tíma.

Neyðarleiðsögumannareglan

Það er oft einhver persóna sem þarf að benda á eitthvað stórslys bara ef einhver er ekki að taka eftir. T.d. í Armageddon þá er kona í endanum sem er að benda á eldhnöttinn sem allir á jörðinni eru þegar að fylgjast með.

Kynþáttareglan

Allir Asíubúar kunna karate. Allir Spánverjar kunna salsa. Allir Rússneskar persónur hafa unnið fyrir KGB.

Listreglan

Einhvers konar málverk, skúlptúr eða listaverk sem fær hrós frá aukaleikurum og/eða er meira en 5 sek á skjánum samfleytt á mjög líklega eftir að verða brennt, skorið eða eyðilagt í enda myndar.

Aspirinreglan

Þegar einhver þarf Aspirin eða töflu þá er aldrei notað vatn til að skola niður, það er alltaf bara skellt töflunum í kjaftinn og kyngt.

Sprengjureglan

Sprengingar eru oft sýndar allavega þrisvar sinnum og það kemur alltaf nýtt sprengjuhljóð í hverrt sinn sem sprengjan springur.

Vitnisreglan

Þegar einhver blásaklaus finnur lík þá tekur hann alltaf morðvopnið upp endilega til þess að skilja fingraförin sín eftir á því.

Radarreglan

Þegar verið er að skoða einhvern hlut á radar og strikið fer yfir hlutinn þá heyrist alltaf “bíp”. Radarar hafa aldrei nokkurn tímann gefið frá sér svona hljóð.

Eyðileggingarkvenröddin

Þegar það er ýtt á “Self destruction” hnappinn í t.d. geimskipum eða einhvers konar leynilegu húsnæði er alltaf kvenmannsrödd sem telur niður.

Farangursreglan

Þegar einhver er að bera farangur er augljóst að ferðataskan er alveg galtóm. Leikararnir reyna að sýna mikinn áreynslusvip þegar þair eru að lyfta þeim en þeir sveifla töskunum til eins og ekkert sé.

Sandkastalareglan

Allir sandkastalar sem eiga að hafa verið byggðir af krökkum líta út fyrir að vera verk einhvers arkitekts sem hafði unnið að þessu í mánuð.

Handsprengjureglan

Þegar handsprengju er hent fyrir fætur söguhetjunnar þá getur hún alltaf a) tekið hana upp og hent henni til baka eða b) stokkið frá í slow-motion. En þegar handprengju er hent til vonda kallsins horfir hann á sprengjuna með vesælan svip áður en hann springur í tætlur.

Skallreglan

Þegar einhver skallar einhvern þá er sá sem verður fyrir skallinu alltaf mjög ringlaður eftir skallið og ráfar um en sá sem veitti skallið stendur eins og ekkert hafi í skorist þótt hann hafi fengið alveg jafn mikið högg á höfuðið.

Fréttareglan

Söguperónur hafa alveg einstakan hæfileika til að kveikja alltaf á fréttunum þegar eitthvað stórt eða eitthvað um þær er að gerast.

Svara í símann á nóttunni reglan

Þegar einhver hringir um miðja nótt þarf alltaf að kveikja á ljósinu fyrst. Venjulegt fólk svarar símanum strax en ekki kvikmyndapersónur því annars myndi myndavélin ekki sjá neitt.

Tekið af:

http://rogerebert.suntimes.com/apps/pbcs.dll/classifieds?category=search1

Ég er ekkert viss um að þessi tengill fari með ykkur á rétta síðu, gerði það allavega ekki seinast en þið farið bara inn á Movie Glossary ef þið viljið lesa fleiri.