Anthony Hopkins Nafn: Sir Phillip Anthony Hopkins
Fæðingardagur: 31.des 1937
Fæðingarstaður: Port Talbot, Wales
Móðir: Muriel Hopkins
Faðir: Richard Arthur Hopkins
Augu: Blá
Hár: Hvítt, áður dökkbrúnt
Er giftur Jennifer Lynton og á eina dóttur er heitir Abigail.

Anthony Hopkins, eða Tony eins og hann vill láta kalla sig, fékk fyrst áhuga á leiklist rétt áður en hann fór í Royal Artillery. Hann útskrifaðist þaðan árið 1963 og giftist fyrstu konu sinni, Petronellu Barker, árið 1967. Þau eignuðust dóttur saman 1968 er heitir Abigail Hopkins. Tony var á fullu að leika í leikhúsum um allt land og var farinn að drekka svo mikið að það gerði útaf við hjónaband hans og Petronellu og þau skildu nokkrum árum síðar. Hann hélt samt áfram að leika jafn mikið og hélt áfram að drekka. Stuttu síðar kynntist hann Jennifer Lynton sem varð síðar kona hans og eru þau enn gift í dag. Þarna var hann farinn að leika minna í leikhúsum og var kominn meira í kvikmyndirnar. Hann eyddi alltaf meiri og meiri tíma í Bandaríkjunum og minni í Englandi og var orðinn frekar frægur.

Á meðan hann var í Bandaríkjunum hætti hann næstum alveg að drekka, og mætti reglulega á AA fundi. Nú var hjónaband hans og Jennifer orðið stirrt, hún vildi búa í Englandi, en hann í Bandaríkjunum. Það endaði með því að hún flutti aftur til Englands. Þau tala saman á hverjum degi í síma og er það ennþá þannig í dag.

Kvikmyndaferill Anthony Hopkins

Árið 1966 fékk Anthony Hopkins sitt fyrsta kvikmyndaghlutverk í myndinni The White Bus og lék Brechtian sem var stórt hlutverk í lítilli mynd. Árið 1968 lék hann svo Prince Richard í myndinni The Lion in Winter sem var stórt hlutverk í stórri mynd þar sem Peter O'Toole og Katharine Hepburn lék aðalhlutverkin. Timothy Dalton lék líka í þessari mynd. Árið 1969 lék hann Claudius í Hamlet. Á 8.áratugnum lék hann í nokkrum sjónvarpsmyndum fyrir utan nokkrar myndir, The Looking Glass War(1970) þar sem Hopkins sjálfur fór með aðalhlutverkið. When Eight Bells Toll(1971) þar sem hann fór með aðalhlutverkið. A Doll's House(1973) m.a. með Denholm Elliott sem lék Marcus Brody í Indiana Jones myndunum. All Crearures Great and Small(1974) þar sem hann lék eitt aðalhlutverkanaJuggernaut(1974) með Richard Harris, Omar Sharif og Ian Holm. Audrey Rose(1977) hryllingsmynd þar sem Hopkins lék, eins og svo oft áður, eitt aðalhlutverkana. Magic(1978) hryllingsmynd þar sem hann lék búktalara sem brúðan stjórnaði en ekki öfugt.

Á níunda áratugnum lék hann margar frægar persónur, td. Hitler í The Bunker 1981, Othello í samnefndri sjónvarpsmynd og Quasimodo í Hunchback of Notre Dame. Á tíunda áratugnum byrjaði hann á að leika Dr.Hannibal Lecter í Silence of the Lambs árið 1991. Hann og Jodie Foster fengu þá óskarinn fyrir frammistöðu þeirra í þeirri mynd. Fleiri eftirminnilegar myndir á 10.áratugnum voru Chaplin 1992, Legends of the Fall 1994, Nixon 1995, Surviving Picasso 1996, The Edge 1997, Amistad 1997, The Mask of Zorro 1998, Meet Joe Black 1998, Instinct 1999, Titus 1999, M:I 2 2000, The Grinch 2000 þar sem hann var sögumaður, Hannibal 2000. Næstu myndir Hopkins verða Hearts in Atlantis 2001, The Devil and Daniel Webster 2001 og Black Sheep 2002.

Allur leikferill hans og upplýsingar um hann má finna á slóðinni: http://us.imdb.com/Name?Hopkins,+Anthony

takk fyrir,
Jonsi86