Minority Report Minority Report er nýjasta kvikmyndaverkefni meistara Steven Spielberg´s og hann Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í myndinni en það er verið að taka hana um þessar mundir.

Minority Report á að gerast í framtíðinni og er í stuttu máli um lögreglumann að nafni John Anderton (Tom Cruise) sem vinnur í deild sem sérhæfir sig í að handtaka morðingja áður en þeir fremja morðið sjálft. Anderton er seinna meir ákærður um morð (í framtíðinni)og hann verður að komast að því hvort hann framdi það eða að einhver hafi notað hann sem blóraböggul en það virðist erfitt því það er þegar búið að handtaka hann.

Minority Report er frumsýnd 28.júní 2002 í USA(einum degi á undan A.I. frumsýningunni sem var 29.júní 2001)

Persónulega finnst mér þessi söguþráður mjög góður og ég er strax komin með hnút í magann úr spenning.

Aðrir leikarar sem leika í myndinni eru; Kathryn Morris, Samantha Morton, Colin Farrell, Meryl Streep og Max von Sydow.

Sagan er skrifuð af Philip K. Dick en hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur sem hafa verið kvikmyndaðar einsog hin frábæra Blade Runner, en Frank Darabont(The Green Mile) og Gary Goldman sjá um handritsgerð.

Fréttir og aðrar upplýsingar um Minority Report er hægt að finna á Steven Spielberg Aðdáendasíðunni [www.simnet.is/stevenspielberg]

Með kveðju,
IndyJones