Indriði Jóns Það hefur ábyggilega verið skrifað um þetta fyrr.

Í síðustu viku þ,e,a,s síðustu viku júnímánaðar, afrekaði ég það að sjá hverja einustu Indiana Jones(Henry Jones JR)mynd eða allar þrjár.

Fyrst, eða árið 1981, kom myndin Raiders of The Lost Arc. Steven Spielberg leikstýrði, George Lucas og Philip Kaufman skrifuðu.
Myndin byrjar á MJÖG sögulegu atriði eða ,,Atriðinu með steininn“ eins og bróður minn orðaði það. DR Henry,,Indiana”Jones jr(Harrison Ford) kemst á slóð hinna týndu Sáttmálsarkar sem móses lagði boðorða töflurnar í. Með hjálp síns trausta vinar Sallah(John Rhys-Davies) og vinkonu sinnar Marion(Karen Allen)keppir hann við nasista með franska fornleifafræðingin Rene Belloq (Paul Freeman)í broddi fylkingar. Svoðalega góð Ævintýramynd, ef ekki sú besta ever. Mikil spenna og non stop suprises gera þessa mynd af bestu Indiana Jones myndunum.

Árið 1984 Slóu Steven Spielberg og George Lucas sér upp aftur en nú ásamt Willard Huyck(Writer)og gerðu sjálfstætt framhald af fyrri myndinni. Myndin bar og ber enn nafnið Indiana Jones and the Temple of Doom þar sem hann leitar helgra steina úr hindúatrú ásamt Willie(Kate Capshaw). Steinunum var stolið af djöfladýrkendum sem halda sig í kastalasem inniheldur böns af hlerum, leynidyrum, gildrum og skriðdýrum en það er bara ,,Awalk in the park“ eins og maðurinn orðaði það. Sennilega slakasta Indiana Jones myndin en samt spennandi og full af leynihlerum.

Árið 1989 gerði tvíeykið þriðju og síðustu myndina en nú með Philip Kaufman(aftur). Myndin hét Indiana Jones and the Last Crusade en í henni þarf Jónas að berjast við fleiri nasista en nú slæst faðir hans með í för Sir dr Henry Jones, leikin af Sean Connery, en ´þeir leita hins heilaga Kaleiks sem veitir eilíft líf.
Frábær mynd þar sem þeir ,,Feðgar” leika svakalega vel. Orðagátur, dauðagildrur og þýskur skriðdreki fá mann til að vera á brúninni allan tíman en ei er gamanið langt undan.

Þessar myndir eru sögulegar og ég hvet alla til að sjá þær og fleiri gamlar.

Kveðja Iceberg
A