sbs, grein #10, Thomas Cruise Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er tíunda greinin og hún mun fjalla um Thomas Cruise Mapother IV.

———————————–
Thomas Cruise Mapother IV fæddist árið 1962 í Syracuse, New York. Foreldrar hans sem voru mjög trúaðir áttu 4 börn og hann var eini strákurinn. Fjölskyla hans flutti mjög oft því að pabbi hans fékk hvergi vinnu, þegar hann var 14 var hann búin að vera í 15 skólum víðsvegar um Bandaríkin og Kanada. Þau settist loks að þegar foreldrar hans skildu og hann bjó með móður sinni gog nýja eiginmaninum hennar í Glen Ridge, New Jersey.

Þegar hann fór í menntaskóla ætlaði að verða íþrótta maður en datt og braut á sér hnéið sem varð til þess að hann gæti það ekki, þá ætlaði hann að verða prestur en í skólanum fékk hann áhuga á leiklist og varð ákveðinn í að verða leikari, hann hætti í skóla 18 ára og flutti til New York til að verða leikari. Honum gekk ekki vel í byrjun en fékk smáhlutverk í kvikmyndinni Endless Love (1981) eftir það lék hann í nokkrum grínmyndum. En hann var séður sem eitthver sem mundi gleymast mjög fljótt.

En þegar hann fékk hlutverk í kivkmyndinni Top Gun breyttist allt hjá honum. Hann sýndi að hann gæti leikið “tough guy” og sýndi það vel. Hann giftist Mimi Rogers árið 1987 en skildi við hana 3 árum seinna. Hann lék á móti Paul Newman í Color of Money og svo á móti Dustin Hoffman í Rain Man, þar sem hann lék bróðir manns sem var einhverfur, þar sýndi hann að hann hafði mjög mikla leikhæfileika. Sérstaklega í kvikmyndinni Born on the 4th of July þar sem hann lék fyrrverandi hermann í víetnam sem hafði lamast. Hann fékk óskarstilnefningu fyrir hlutverkið. Hann kynntist Nicole Kidman við tökur myndarinnar Days of Thunder og þau giftust 24. desember 1990.

Þegar árið 1991 kom var hann orðinn launahæsti leiki í Hollywood og fékk um 15 milljónir dala fyrir hverja mynd. Hann lék í A Few Good Men árið 1992 og the Firm 1993 síðan Interview with the Vampire árið 1994. Árið 1996 lék hann í Mission Impossible, rándýrri kvikmynd sem var remake af gömlum sjónvarpsþáttum. Hún græddi mörg hundruð milljónir og farð ótrulega vinsæl. Hann lék síðan í framhaldinu árið 2000 og fékk hann 20 milljónir fyri það.

Hann skildi við Nicole Kidman fyrir stuttu og var mikið lögfræðimál hver fengi að hafa börnin þeirra 2 sem eru ættleidd.

Hann er nýbúin að leika í Vanilla Sky á móti Kurt Russell og Cameron Diaz sem fjallar um mann sem er keyrt á og hann endar mjög afskræmdur. Hann er núna að leika í Steven Spielberg myndinni Minority Report (2002) sem fjallar um lögreglu í framtíðinni, í henni hafa lögreglan eitthverskonar tækni sem sér hverjir munu fremja glæpi og eru handteknir áður en þeir gerast, einn daginn er persóna Toms handtekinn fyrir glæp sem hann á eftir að fremja og hann þarf að finna út af hverju hann muni fremja þennan glæp.

En hver veit hvað gerist eftir það.

Hér eru nokkrar launatölur:
Interview with the Vampire: (1994) - $15,000,000
Eyes Wide Shut (1999) - $20,000,000
Jerry Maguire (1996) - $20,000,000
Mission: Impossible II (2000) - $20,000,000 + 30% af gróða
Vanilla Sky (2001) - $20,000,000 + 20% af gróða
Minority Report (2002) - $25,000,000 + Gróði

-*————*-
www.sbs.is