Sbs, grein #7, Bruce Willis Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er sjöunda greinin og hún mun fjalla um Walter Bruce Willis.

———————————–
Walter Bruce Willis fæddist 19. mars, 1955 í Vestur-Þýskalandi en flutti 2 ára til New Jersey og ólst þar upp. Þegar hann var bar var hann þekktur fyrir að vera alltaf í slagsmálum. Þegar hann var í háskóla spilaði hann á harmoniku og var í hljómsveitinni ‘ Loose Goose ’ sem þýðir Laus gæs. Þegar hann kláraði háskólann fór hann að vinna sem öriggis vörður og vann líka á bar í stuttan tíma. Þegar hann var tvítugur flutti hann til New York og ætlaði að reyna að verða leikari.

Hann fékk lítil hlutverk í nokrrum Broadway sýningum og lék í nokkrum sjónvarspauglýsingum en stóra tækifærið kom árið 1985 þegar honum bauðst að leika á móti Cybill Sheperd í sjónvarpsþáttunum “Moonlighting” þættirnir gegnu í 4 ár og voru mjög vinsælir, Bruce fékk meira að segja Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í þeim. Í þáttunum lék hann rómantískan lögfræðing sem var alltaf að syngja, svolítið annað en hann er þekktur fyrir í dag. Hann kinntist ungri leikkonu sem hét Demi Moore og þau giftust 21 nóvember 1987. Hann lék á móti Kim Basinger í Blind Date árið 1987 sem var ekki beint góð mynd en varð nokkuð vinsæl og eftir hana var honum boðið að leika lögreglumanninn John McClane í kvikmynd sem hét Die Hard, myndin var spennu mynd með miklu actioni í, allt annað en fólk þekkti hann fyrir og framleiðendur myndarinnar vildu ekki auglýsa of mikið að hann léki í henni, þess vegna stóð bara á auglýsingum “DIE HARD” en ekkert var minnst á Bruce. Eftir Die Hard lék hann í nokkrum kvikmyndum sem að gegnu ekkert of vel en fekk svo hlutverk sem talandi barn í Look Who's Talking (1989) og stuttu seinna lék Die Hard 2 (1990) sem varð vinsælli (og líka miklu betri) en fyrsta myndin og gerði hann að einum vinsælasta leikaranum í Hollywood.

Bruce hefur aldrey verið mjög virtu leikari þó að hann hafi leikið í mörgum mjög vinsælum myndum, ástæðan fyrir því er að þrátt fyrir allar góðu myndirnar hefur hann leikið í svo ótrulega mörgum hlægilega lélegum kvikmyndum má þá nefna Hudson Hawk, Billy Bathgate, Color of Night, Last Man Standing, The Jackal, The Story of Us og Breakfast of Champions. Eithver sagði að hann virtist ekki geta sagt nei við boðum, ég held samt að hann sé oftast að reyna að vera ekki bara þekktur fyrir að leika í einni tegund af kvikmyndum. Fyrir stuttu í viðtali sagði hann að hann ætlaði ekki að leika oftar hasar myndum eða “save-the-world” kvikmyndum.

En þrátt fyrir allar lelegu myndirnar hafa þær góðu standið upp, Unbreakable, The Kid, Whole Nine Yards, Sixth Sense, Die Hard: With a Vengeance, Pulp Fiction, Death Becomes Her, The Player, Die Hard 2, Look Who's Talking, Die Hard. Seinustu myndirnar hans(nema Story of Us) hafa fengið mjög góð gagnríni frá gagnrínendum og má eiginlega þakka M. Night Shyamalan fyrir það því að þegar hann lék í The Sixth Senth sýndi hann vel að hann var góður leikari og ég tala nú ekki um Unbreakable. Hann var líka gestaleikari í Friends fyrir stuttu og vann Emmy verðlaun fyrir. Hann skildi líka við Demi fyrir stuttu.

Núna er Bruce að leika í Bandits með Billy Bob Thornton, hún fjallar um 2 bankaræningja sem verða ástfangnir af konu sem þeir taka sem gísl og hann er líka að leika í “Hart's War” sem fjallar um lögfræði nema sem þarf að verja svartan stríðsfanga sem er ákærður fyrir morð í seinni heimstyrjöldinni, hann fær 22,5 milljónir dala!!! fyrir hana, sem er nokkuð gott :).

En ég veit ekkert hvað gerist eftir það.

————————————–
Meðan þessi grein var skrifuð var hlustað á plötuna ‘Sheer Heart Attack’ með Queen