Tomb Raider - Frábær afþreying Ég fór á Tomb Raider í dag, og verð að segja að þessi mynd var betri en ég átti von á. Ég bjóst við lélegum leikurum og asnalegum söguþræði, en hún kemur þó alveg ágætlega út. Angelina Jolie túlkar Löru Croft nokkuð vel, og þar sem að myndin er byggð á tölvuleik fá handritshöfundarnir mun meira frelsi.

Í myndinni þarf Lara að berjast gegn Illuminati, en það er leynilegt samfélag sem að vill komast að leyndardómi tímaflakks og taka undir sig heiminn.

Tæknibrellur myndarinnar eru mjög vel gerðar, hljóðuð nokkuð gott en söguþráðurinn ekki neitt sérlega spennandi. Einnig verður myndin enn ruglingslegri eftir hlé, en þar líður manni eins og að handritshöfundarnir hafa verið að flýta sér að klára myndina á sem minnstum tíma.

Tæknibrellur - 5/5
Einstaklega vel gerðar, og mörg bardagaatriðin eru sett saman af mikilli nákvæmni.

Hljóð - 4/5
Flott hljóðgæði, en samt fannst mér stundum vanta aðeins upp á þau.

Söguþráður - 2/5
Stuttur og ruglingslegur. Fyrstu 15 mínúturnar líður manni eins og að það vanti hluta inn í, en endirinn og allt það er virkilega ódýrt.

Leikarar - 3/5
Angelina er að sjálfsögðu stjarna myndarinnar, en margir aðrir leikarar pössuðu ekkert allt of vel inn í hlutverkin.

Lokaeinkunn - 3/5
Þessi mynd er frábær afþreying, en ekki fyrir þá sem að búast við einhverju meistaraverki.