Platoon Ein áhrifa mesta stríðsmynd sem gerð hefur verið er án efa Platoon. Myndin hefur í sjálfu sér engan söguþráð heldur er áhorfandinn látin reika með einni liðsveit í í gegnum frumskógi Vietnam í stríðinu. Chris Taylor leikinn af (Charlie Sheen) er sögumaðurinn jafnt sem aðalpersóna myndarinnar og kynnumst við ýmsum karekturum úr sveitinni hans. Oliver Stone sýnir og sannar að hann er snillingur ef hann fær rétta efnið til að leikstýra og ekki er hægt að andmæla því. Dökkt yfirskin myndarinnar er snilldarlega útfært og Oliver stone sýnir hvernig stríð fari með mann og í hvað maður breytist þegar maður er að berjast upp á líf og dauða. Hatrið geislar af mönnunum og beisla þeir öllu hatri í garð óvinanna og það á grimmdarlegan hátt. Á vissum timapunkti í myndinni missir einn maður nærri vitið og drepur næstum óbreyttan borgara vegna hatursins í garð asíu búa sem hann kennir um vegna líða síns. Stuttu seinna bjargar hann óbreyttum borgara frá því að verða misþyrmt. Sýnir Stone á magnaðann hátt hversu brenglaður maður verður í stríði, ballansinn milli góðs og ílls fer gjörsamlega út um þúfur og fer það aðeins eftir í hvaða skapi og aðstöðu maður er í hvort maður sé virkilega vondur eða vill bara komast heim. Leikurinn í myndinni er frábær og er tónlistin gegnir stóru hlutverki myndarinnar. Allt þetta saman gerir eina bestu stríðsmynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Mæli ég með að allir sjái Platoon því hún hafði rosaleg áhrif á mig og get ég ekki trúað öðru en að hún hafi sömu áhrif á ykkur.


Tom Berenger …. Staff Sergeant Bob Barnes
Willem Dafoe …. Sergeant Elias
Charlie Sheen …. Private Chris Taylor/Narrator
Forest Whitaker …. Big Harold
Francesco Quinn …. Private Rhah
John C. McGinley …. Sergeant Red O'Neill
Richard Edson …. Sal
Kevin Dillon …. Bunny
Reggie Johnson …. Junior
Keith David (I) …. Private King
Johnny Depp …. Private Lerner
David Neidorf …. Tex, Machine Gunner
Mark Moses …. Lieutenant Wolfe
Chris Pedersen …. Private Crawford
Tony Todd (I) …. Sergeant Warren