Bestu kvikmyndapersónurnar! Svo að ég haldi nú áfram að senda inn þessar upptalningargreinar sem ég hef verið að senda inn seinustu vikur hef ég ákveðið að setja saman ein einn listann. Nú er komið að þessum blessuðu kvikmyndapersónum. Þetta er minn listi yfir mínar uppáhaldspersónur sem ég hef séð í hinum og þessum myndum í gegnum tíðina og sem mér hefur fundist standa upp úr, þetta er ekki í neinni sérstakri röð fyrir utan efsta sætið.

John Doe - Seven[b/]

Þetta er einn svalasti morðingi sögunnar. Kevin Spacey er svo fullkominn í þessu hlutverki sem John Doe, maður fær hroll þegar hann er á skjánum, í þann stutta tíma sem hann birtist, og þetta er alveg magnaður karakter.

Xander Cage- xXx

Þetta er Vin Diesel ekki hitt kvikindið. Nú hugsa margir ábyggilega: “Hvað er að honum?” Jæja mér finnst þetta vera ofursvalur gaur. Hann gerir það sem hann vill þegar hann vill og það skal enginn abbast upp á þennan mann. Minnir vissulega á James Bond og það er bara gott.

Raymond Babbitt/Rain Man- Rain Man

Dustin Hoffman er ómetanlegur í þessu hlutverki enda hefði það verið synd hefði hann ekki fengið Óskarinn. Fyrir þá sem ekki hafa séð myndina þá leikur hann einhverfan mann sem fer í smá ferðalag með bróður sínum. Það er Rain Man sem heldur þessari mynd uppi enda heitir myndin eftir honum.

Tyler Durden- Fight Club

Snilld. Það orð lýsir Tyler Durden. Enda er þetta dáð persóna hjá mörgum. Brad Pitt er óendanlega svalur í þessu hlutverki.

T101 - Terminator 1/2/3

Hérna sannaði Arnold Schwarzenegger fyrir heimsbyggðinni að hann getur leikið! Að hann væri ekki bara heilalaust vöðvatröll. Skiljanlega frægasta hlutverk Arnolds enda mikil snilld þessi persóna.

Forrest Gump- Forrest Gump

Maður getur ekki annað en hrifist af Forrest Gump. Þessi ljúfi einfeldningur á vel skilið sæti í þessum lista og Tom Hanks er magnaður.

Indiana Jones- Indiana Jones þríleikurinn (kannski fjór-, vonandi)

Fornleifafræðingurinn ævintýragjarni er auðvitað á þessum lista. Ódauðlegur karakter sem Harrison Ford er kenndur við. (Reyndar Han Solo líka.) Eðalgaur.

Leo Getz- Lethal Weapon 2/3/4

Þessi er frábær. “I'm Leo Getz, and whatever you want, Leo gets.” Joe Pesci er magnaður leikari og hér sýnir hann á sér léttu hliðina í þessu hlutverki sem maðurinn sem hættir ekki að tala.

John McClane- Die Hard þríleikurinn. (sama og áðan vonandi kemur fjórða.)

Lögreglumaðurinn sem er alltaf á röngum stað á röngum tíma! Hann reddar sér samt alltaf enda hörkutól. Hann er með kaldhæðnina í lagi og þetta er skemmtileg setning: “Marco: [cocks his gun] Next time you have a chance to kill someone, don't hesitate!
John McClane: [shoots through the table, killing Marco] Thanks for the advice.”
Bruce Willis í essinu sínu.


Í fyrsta sætinu er auðvitað Dr. Hannibal Lecter. Þetta er að mínu mati besta persóna sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Anthony Hopkins vinnur leiksigur í þessu hlutverki sem mannætan og sálfræðingurinn Dr. Hannibal Lecter. Snilld…

Ég hefði kannski átt að taka það fram í seinustu grein sem ég sendi hingað inn sem hét “Vonbrigðismyndir” að tilgangurinn var að fólk átti að koma með sinn vonbrigðislista. Ég sleppti því að biðja um listann í lok greinar og það reyndust vera mistök því flest svörin snerust um að rakka listann minn lengst ofan í jörðina. Nú skal ég koma með þetta skýrt og greinilega: “Hver er uppáhaldskvikmyndapersónan þín? Topp 10, 5, 3 eða 1.”

P.S. Plís ekki rakka þennan lista niður!