Sbs, grein #6, Sir Sean Connery Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er sjötta greinin og hún mun fjalla um Sir Sean Connery.

———————————–

Thomas Connery fæddist 25. apríl 1930 í Edinburg, Skotlandi. Faðir hans keyrði truck og mamma hans vann á bar. Hann hætti í skóla snemma og gekkki í breska herinn en þurfti að vara úr hernum útaf magasári. Hann var í mörgum störfum ungur þar á meðal, vinnumaður, lífvörður og módel fyrir listaskóla. En hann var alltaf mikið fyrir líkamsrækt og endaði að keppa í Herra Alheimur fyrir hönd Skotlands, hann lenti í þriðja sæti. Eftir það gekk hann í ferðaleikhús, hann var í nokkrum leikritum og kom svo loks í sjónvarp árið 1956 og gerði svo samning við MGM um 1960 sem varð til nokkra kvikmynda.

En árið 1962 var ákveðið að gera kvikmynd eftir persónu sem Ian Fleming hafði búið til, kvikmyndin var Dr. No og persónan var auðvitað Bond… James Bond. Margir leikarar sóttu um starfið en Albert R. Broccoli sem átti kvikmynda réttinn vildi hann, meðal þeirra sem sóttu um voru Cary Grant, Rex Harrison, Trevor Howard, Patrick McGoohan and Roger Moore. Ian Fleming sagði reyndar í viðtali að hann hefði frekar viljað eitthvern annan. En Dr. No varð ótrulega vinsæl og leiddi til 3 framhöld á 5 árum, eftir að Connery hafði leikið í You Only Live Twice (1967) þá nennti hann þessu ekki lengur, hann var alltaf kallaður Bond og vildi þetta ekki lengur. Þá var gerð On Her Majestes Secret Service með George Lazenby sem Bond, myndin varð alger flopp og var Connery grátbeðin að koma aftur, hann ákvað að leika Bond aftur og lék í Diamonds are Forever, eftir það lenti hann í rifrildi við Albert R. Broccoli og hætti við að leika í Live and Let Dye þá var fengin Roger Moore. Árið 1983 ákvað Sony, með hjálp Kevin McClory(sem hafði samið Thunderball með Ian Fleming) að endurgera Thunderball í sinni eigin mynd. Og hver var betri að leika Bond en sjálfur Bond, Sean Connery. Hann lék í henni og var talinn vera eina ástæðan fyrir því að myndin varð rosalega vinsæl.

Árið 1986 fékk hann hlutverk í kvikmyndinni Highlander, hún varð ótrulega vinsæl og gerði Connery aftur að einum vinsælasta leikaranum í Hollywood, hann vann Óskar fyrir Untouchables, The árið 1987 og árið 1989 var hann valinn “Sexiest Man Alive” af People magazine. Sama ár lék hann pabba Indiana Jones í kvikmyndinni Indiana Jones and the Last Crusade, auðvitað var hún rosalega vinsæl líka og allt gekk vel.

Árið 1990 lék sonur Seans, Jason Connery, Ian Fleming í kvikmyndinni Spymaker, þar kom í ljós að Flemming hafði skrifað Bond bækurnar eiginlega um sjálfan sig, því hann hafði verið njósnari.

Árið 1993 var í öllum tímaritum að hann hefði dáið úr hálskrabbameini, ekkert var til í því þó að hann hefði verið með eitthvað í hálsinum, þá dó hann ekki úr því. Árið 1995 fékk hann “Cecil B. DeMille” verðlaunin fyrir framlag hans til heim kvikmyndanna. Og í júlí 2000 fékk hann “Sir” titill.

Hann lék seinast í kvikmyndinni Finding Forrester (2000) en ekki er vitað hvaða mynd hann mun leika í næst, þó er talið líklegt að hann muni leika í mynd hjá Sony, já því að Sony ætlar að byrja með sína eigin Bond seríu og getiði hver mun leika Bond aftur! Akurat, ekkert nema hrein snilld.

Kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í > http://us.imdb.com/Name?Connery,+Sean

Kveðja sbs
www.sbs.is
og svo nátturulega James Bond síðan www.sbs.is/007