Faldir hlutir úr Silence of the Lambs Ég er stundum inni á heimasíðunni hans Roger Ebert til að sjá hvað kallinn hefur að segja um hinar og þessar myndir. Að sjálsögðu kíkti ég á hvað hann hafði að segja um uppáhaldsmyndina mína The Silence of the Lambs. Síðan rakst ég á tengil sem var þarna á síðunni. Þar koma fram nokkrir punktar um Silence of the Lambs sem hópur fólks í Bandaríkjunum tók eftir. Það voru víst um 2000 manns sem horfðu á myndina til að reyna að finna “the little things”, hluti sem maður tekur oftast ekki eftir þegar maður horfir á myndir. Ég ákvað bara að þýða þetta og egar ég sjálfur vil bæta einhverju við þetta set ég það inn í sviga. Þetta er það sem þau tóku eftir:

1. Litirnir rauður, hvítur og blár notaðir á lúmskan hátt í gegnum myndina, sérstaklega þar sem maður tekur ekki eftir þeim og mikið af bandarískum fánum. Fáni hylur bílinn í geymslunni “Yourself” og allavega tveir í kjallaranum hjá Buffalo Bill. (Persónulega tók ég eftir miklu fleiri fánum í myndinni eftir að ég las þetta.) Önnur þjóðrækin tákn t.a.m. loftmynd af höfuðborginni og Washington Memorial. Allt þetta leiðir að því þegar Clarice sker tertuna í endann sem er með merki dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

2. Nokkur atriði þar sem Clarice er séð sem lágvaxin kona umkringd af hávöxnum karlmönnum í einkenisbúningum. Hún tekur loks á þessu vandamáli þegar hún skipar lögreglumönnunum að fara út þegar framkvæma á krufninguna.

3. Snyrtileg sýning þegar Hannibal reisir eitt fórnarlambið með hendur úti, ljós í bakgrunni og vafið í rauðum. hvítum og bláum dúki, sem tákn fyrir bandaríska örninn. Þetta er endurtekning á erninum sem sést í geymslunni og líka erninum sem er á tertunni. (Ég skoðaði þetta sjálfur og ég sé engan örn á þessari tertu.)

4. Hurðir. Sjö hurðir, sex úr stáli þarf til að komast að klefa Hannibals undir fangelsinu. Svipað margar hurðir þarf að fara í gegnum til að komast að kjallaranum þar sem Buffalo Bill framdi glæpi sína.

5. Marr. Allar járnhurðirnar í fangelsinu þurfa smurningu.

6. Skipt á kynjabundnum hlutverkum. Clarice er FBI “lögreglumaður”, Buffalo Bill er “saumakona”.

7. Hjörtu. Hjartalaga hringur á hendi Clarice. Brunnurinn er hjartalaga í kjallara Buffalo Bill.

8. “V”-laga hlutir. Svitinn á baki Clarice í byrjun myndarinnar hæfir hálsklútnum sem Ruth Martin, móðirin í sjónvarpinu, ber. Sama lögun er á bakinu á einu fórnarlamba Buffalo Bill sem sýnt er á ljósmynd.

9. Falin, draugaleg vera. Þegar Dr. Chilton fylgir Clarice niður að klefa Lecter, við endann á löngum stiga, þá ganga þau út úr mynd, þá sést ógnvænleg vera fyrir aftan þau. Sumir segja að þetta sé bara aukasjúklingur í spennitreyju sem það vissulega er en áhrifin eru greinilega að verið að að leggja til einhvers aftan frá.

10. Falin tengsl við mannát. Þegar Clarice fer í geymsluna “Yourself” þá lítur hún í kringum sig með vasaljósi, skotið endar aðeins of snemma fyrir mann til að taka eftir þessu en á borði fyrir aftan er sundurlimuð dúkka og krókódíll með opið gin.

11. Dæs og útöndun. Heyrist í gegnum myndina, stundum á rökréttum stöðum stundum ekki. Þegar skordýrið er tekið úr hásinum á konunni sem verið er að kryfja, heyrist dæs. Í seinasta atriðinu þegar Clarice og Lecter eru að tala saman í fangelsinu þá andar Lecter inn þegar Clarice andar út. (Mjög erfitt að taka eftir þessu og ég á enn eftir að gera það.)

12. Andardráttur. Þungi andardrátturinn þegar Clarice er á þrautabrautinni í upphafi myndarinnar er endurtekinn þegar hún er í kjallaranum hjá Buffalo Bill. Hún andar þungt í kjallaranum þrátt fyrir að hafa ekki reynt neitt á sig og ætti því ekki að vera móð. (Þetta fólk pældi greinilega ekki í því að kannski er hún dauðhrædd.)

13. Lág drungaleg hljóð heyrast þegar Clarice nálgast Hannibal í fyrsta skipti. Svipuð hljóð heyrast síðar í aðalstefi myndarinnar.

14. Þegar Dr. Chilton segir Clarice frá því þegar hjartsláttur Hannibals fór aldrei yfir 85, þá heyrist veikt hljóð í hjartalínutæki, “heart monitor” í bakgrunni stefsins sem spilað er.

15. Önnur hljóðmerki senda lúmsk skilaboð. Myndavélin sem notuð var til að taka myndir af hálsi konunnar sem verið var að kryfja gefur frá sér hljóð eins og steinn detti í vatn. Strax á eftir þessu hljóði kemur hátíðnihljóð þegar myndavélin er að endurhlaða sig. Næturgleraugun sem Buffalo Bill notar í endann gefa frá sér mjög sviðuð hljóð.

16. Faldar vísbendingar. Hannibal er með teiknaða mynd af “Duamo seen from the Belvedere” uppi á vegg í klefanum sínum. Buffalo Bill á heima í Belvedere Ohio.

17. Fleiri faldar vísbendingar. Þegar FBI fara til Calmunet City til að umkringja húsið þar sem Buffalo Bill er ekki þá fer Clarice ein til Belvedere. Þar er eitt húsanna er með litlum tré indíána sem er að róa kanó, held ég að orðið sé, í garðinum. Þetta vísar í indíánann sem sést framan á Calmunet lyftidufti.

18. Skot sem gefa okkur þá tilfinningu að myndin sé að fylgjast með Clarice. Dæmi: Myndavélin bíður og fer á undan Clarice þegar hún er á ganginum á leiðinni til Hannibals, myndavélin er inni í geymslunni “Yourself” er hún rennir sér undir hurðina. Myndavélin er inni í bílnum í geymslunni þegar hún kíkir inn í hann. Myndavélin er inni hjá Buffalo Bill þegar hann opnar dyrnar. Þessi skot gefa það í skyn að Clarice hafi ekki stjórn á eigin svæði, heldur er henni ógnað af öðrum.

19. Charles Napier. Hann leikur lögreglumanninn sem rúllar upp teikningum (Lt. Boyle) rétt áður en að hann myrðir hann. Þessi maður hefur komið fram í öllum myndum Jonathan Demme (leikstjórans.)

20. Roger Corman, kóngur B-myndanna sem hjálpaði Jonathan Demme að komast af stað sem leikstjóri leikur ríkisstarfsmanninn sem er að tala í símann í sambandi við gervitilboðið sem Hannibal fær. (19 og 20 eru frekar ómerkileg að mínu mati.)

21. Endurtekningar frá gömlum skrímslamyndum. Allar Frankenstein myndirnar hafa mikið af rafmagnshljóðum og háspennuhljóðum. Svipuð hljóð heyrast þegar Clarice fer í gegnum seinustu hurðina til að komast til Hannibals. Þegar Hannibal er að tala við Ruth Martin heyrast þessi hljóð og blá blikkljós (sem eru af sírenunni af lögreglubílunum.) Í þessu atriði þá er Hannibal ólaður niður og þ.a.l. ófær um að hreyfa sig. Svipuð atriði eru í Frankenstein-myndunum og King Kong.

22. Þegar skotbardaginn í kjallaranum hjá Buffalo Bill stendur sem hæst, þá skýtur Clarice í glugga og brýtur hann augljóslega. Á gluggasyllunni er lítill bandarískur fáni og herhjálmur. Þegar glugginn brotnar sést örlítil hreyfing sem vísar í ljósmyndina frægu af hermönnununum að reisa fánann við Iwo Jima. (Fáninn er í mjög líkri stöðu og á ljósmyndinni og þetta er frekar svalt skot. Það er erfiðara að sjá þetta í slow-motion, þetta sést betur í venjulegri spilun.)

Heimildir (þýtt af):

http://rogerebert.suntimes.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/19920426/COMMENTARY/44010319

Mundin var nú væntanlega í háu áliti fyrst þetta er uppáhaldsmyndin mín en hún hækkaði ennþá meira í áliti eftir að ég hafði lesið þetta og það mun sennilega engin önnur mynd komast í efsta sætið mitt önnur en The Silence of the Lambs.