Sbs, grein #5, Kvikmynda gagnrínendur Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er fimmta greinin og hún mun fjalla um Kvikmynda gagnrínendur.

———————————–

“I am utterly bored by celebrity interviews. Most celebrities are devoid of interest.” (Roger Ebert)

Gagnrínendur, hver þekkir ekki Maltin, nafni hans stendur alltaf í textavarpinu við allar myndir og svo eru líka svona stjörnur við. En Maltin er ekki eini frægi gagnrínandinn, nei, hann er ekki einu sinni virtasti gagnrínandinn. En ég kem meira af því á eftir.

Kvikmynda gagnrínendur hafa verið uppi síðan að fyrsta kvikmyndin kom og eru enn í fullu fjöri. En núna eru tímarnir svoleiðis að allir geta skrifað, nánast hvar sem er, hvað þeim finnst(reyndar ekki í kína og svoleiðis löndum). En samt eru alltaf eitthverjir sem vinna við að gagnrína, horfa á myndir ókeypis, skrifa nokkrar línur og fá svo greitt. En það eru ekki margir sem ná langt í þeim geira.

Leonard Maltin er án efa þekktasti rínirinn, afhverju, jú því að hann er búin að vera lengi og hann skrifar mjög stuttar greinar, sem hjálpa þeim sem geta ekki lesið lengi. En flestar “venjulegar” manneskjur eru ekki alltaf sammála honum Leonard, hann er nefnilega mikið fyrir útlendar, listrænar myndir og fá popkorns myndir sjaldan meira en 2 stjörnur hjá honum. Þetta er maðurinn sem gaf Forrest Gump og The Shawshank Redemption tvær og hálfa stjörnu af fjórum.

En ef Maltin er ekki virtastur hver er það þá? Jú það er Roger Ebert. Roger Ebert er með háskóla gráðu í kvikmynda gerð og er eini maðurinn sem hefur unnið Pulitzer Prize verðlaun fyrir gagnríni. Hann hefur verið með sjónvarpsþátt í um 30 ár, hann hefur skrifa greinar fyrir Chicago Sun-Times síðan 1967 og eru þær prentaðar í yfir 350 blöðum um allan heim! Hann hefur skrifað 15 bækur, hefur fengið heiðurs doktors gráðu, hann er í “The Journalism Hall of Fame”, hann skrifar líka dálka út um allt net meðal annars, Yahoo.

Ég kynntist Roger þegar ég fékk forrit sem heitir Cinemania 95, þar voru gagnríni hans og Maltins. Síðan þá hef ég lesið nánast allar greinar eftir hann, því að þær upplýsa mann ekki bara um kvikmyndina sjálfa heldur um kvikmyndir almennt. Hann virðist kunna allar línar sem hafa verið í kvikmyndum og quotar villt og brjálað. Hann hefur líka nánast alveg sama smekk og ég svo að það er góður plús. Annað gott við hann er að ef að manni langar að vita eitthvað þá sendir maður honum bara email of hann sendir manna sjálfur til baka! Heimasíða hans er http://www.suntimes.com/ebert/.

En aftur að þeim sem komast ekki langt í gagnrínenda geiranum, það eru nokkuð margir. Hefurðu til dæmis ekki eithver tíman verið að skoða hulstur af mynd og sjá eitthvað svoan “This movie is the greatest……it is simply unmarkeble” og svo undir kanski nafnið á eitthverjum, kanski frægum, gagnrínanda, ástæðan fyrir þessu er að þegar Warner Bros, Universal eða eitthvað að þessum samsteypum, er að gefa út mynd þá vilja þeir sýna að gagnrínendur lofa hana en gagnrínin gæti hafa hljóðað svona “This movie is the greatest; piece of crap I have ever seen; it is simply unmarkeble; that it was made” þetta hef ég oft séð. En annað vinsælt líka er að borga eitthverjum gagnrínanda sem að er ekki frægur og hefur ekkert á móti auglýsingunni, fyrir að skrifa línu um mynd, hér er dæmi; á Batman Forever hulstrinu mínu stendur “One of the Greatest Movies Ever Made” og svo undir Jonathan Ross, hver er þessi Jonathan Ross, jú hann er ekki heimsfrægur rínir heldur er hann á launaskrá hjá WB. Ég efast ekki um að flestir hafa séð ótrulega “one liner” gagnríni á hulstri sem virðist alls ekki ganga upp.

En nátturulega er þetta bara smá spekuleringar í mér.

Þakka ykkur fyrir að lesa.

Kveðja sbs
www.sbs.is