Ja titillinn segir allt sem segja þarf. Þetta er nýjasta myndin frá Dominic Sena(man einhver eftir Gone In 60 Seconds?) og er framleidd af spútnikpródúsernum Joel Silver. Grunnhugmyndin er sú að Hugh Jackman(Wolverine í X-Men) er súper-dúper hacker sem er nú á skilorði og er hættur í þeim geira og þráir ekkert heitar(!) en að hitta dóttur sína aftur, sem er nú í vörslu drykkfelldrar, lyfjafíkinnar kærulausar móður sinnar, sem er einnig klámmyndaleikkona!(eins gott að Barnaverndarnefnd komist ekki í þetta…) En annars, þá er hann fenginn til að storka örlögunum(og lögunum) til að klára eitt lokaverkefni fyrir dularfullan mann sem nefnist Gabriel(John Travolta á bad-guy autopilot), ef hann lifir það af þá labbar hann í burtu með sand af seðlum.
Þeir sem hafa séð Gone In 60 Seconds eru örugglega búnir að spotta það að eplin hans Dominic falla ekki langt frá eikinni - þ.e. hann fer fínt í frumlegheit. Og það fer ekki milli mála hvaða mynd þessi mynd vill vera - Matrix. Áhrifin leyna sér sko ekki. Stílfærðar sprengingar, reffilegt krú af bófum í flottum jakkafötum og með designer shades, hakkermótífið - allt vísar þetta í Matrix. Og talandi um stílfærðar sprengingar, það er ein í byrjuninni sem slær þær allar út. Hún er það flott að það tekur því ekki að reyna að lýsa henni, látum nægja að segja að þetta er atriðið sem fólk á eftir að tala um þegar myndin er búin.
Svona allt í allt þá er þessi dálítil vonbrigði. hún er virkilega flott og það eru stílbrögð í henn sem segja manni að leikstjórinn vilji virkilega gera frumlega hluti og færa okkur nýja(hasar)sýn á hlutina, gallinn er bara sá að karakterarnir eru flatir, flestu er reddað með ódýrum Hollywoodlausnum og Matrix gerði þetta allt miklu betur í hitteðfyrra.