Sbs, grein #3, Jim Carrey Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er önnur greinin og hún mun fjalla um Jim Carrey.

———————————–

Jim Carrey eða James Eugene Carrey, fæddist þann 17. janúar 1962 í Ontario, Kanada. Hann er yngstu af 4 systkinum, þegar hann var barn þá var hann með stand-up fyrir alla sem höfðu áhuga á að sjá það. Þegar hann var í menntaskóla var hann búin að semja við kennarana sína um að fá að skemmta seinustu mínuturnar á hverjum skóladegi, eina sem hann þurfti að gera var að halda kjafti restina af deginum.

Þegar fjölskylda Jims þurfti að flytja frá Toronto til bæjsins Scarborough, þurfti öll fjölskyldan að vinna við ræstingu í verksmiðju. Jim vann allt að 8 tíma á dag og hætti í skóla. Þegar þau hættu í verksmiðjunni, bjuggu þau í Volksvagen bíl þangað til að þau gætu farið aftur til Toronto. Hann fór að vera með stand-up á börum og vann sem eftirherma(t.d. Michael Landon(kallinn úr “Húsi' á sléttunni”) og James Stewart). Svo árið 1979 flutti hann til Los Angeles.

Hann fór að koma reglulega fram í “The Comedy Store”, þar sem hann hermdi svo vel eftir Rodney Dangerfield að hann var bókaður sem byrjunaratriði í heila önn. Þá hitti hann Melissa Womer, sem hann giftist og eignaðist barn með (Jane Carrey). Þau skildu nokkrum árum seinna.

Árið 1984 fékk hann hlutverk í grín þáttunum “The Duck Factory”, þeir þættir entust ekki lengi en gáfu honum tækifæri í kvikmyndum. Hann fékk hlutverk á móti Lauren Hutton í Once Bitten (1985) og aukahlutverk í myndinni Peggy Sue Got Married (1986). Svo kom stóra tækifærið, þegar hann lék geimveruna Wiploc í Earth Girls Are Easy (1989), með Jeff Goldblum, Damon Wayans og Geena Davis. Damon Wayans leist svo vel á hann að hann bauð honum að vera með honum, Keenen Ivory Wayans, Kim Wayans, Marlon Wayans og Shawn Wayans í þætti sem þeir voru að gera, “In Living Color” sem entist í 4 ár.

Árið 1994 breyttist allt hjá Jim þegar hann fékk hlutverk í myndinni Ace Ventura: Pet Detective (1994) eftir það fékk hann hlutverk í The Mask (1994) og svo Dumb & Dumber (1994). Hann fékk hlutverk í Batman Forever sem Riddler(í staðinn fyrir Robin Williams) og gerði framhaldið af Ace Venutura sem, Ace Ventura: When Nature Calls (1995), gerði samning upp á 20 milljónir dala við Sony, um að leika í The Cable Guy (1996) (í staðinn fyrir Chris Farely), sem var hæðstu laun sem grínleikari hafði fengið fyrir grínmynd! Myndin fékk reyndar ekki góða dóma en gerði svo Liar Liar (1997) sem fékk góða dóma hjá flestum gagnrínendum og halaði inn nokkuð mörgum milljóum.

Eftir allar þessar myndir fór hann að hafa áhyggjur yfir að hann mundu festast í gríninu, honum var boðið hlutverk í kvikmyndini The Truman Show (1998). Hann vann Golden Globe fyrir framistöðu sína þar og flestir voru sammála um að hann hlyti að verða tilnefndur til óskars, en hann var það ekki. Margir gagnrínendur segja að það hafi verið með verstu mistökum sem Óskarverðlauna nefndin gat gert, því ekki bara átti hann þau skilið, heldur misstu þeir áhorf útaf því.

Milos Forman(One Flew over the Cucoos nest, Amadeus) bauð honum hlutverk sem Andy Kaufman í kvikmyndinni Man on the Moon (1999). Jim sýndi þar ótrulega leikhæfileika þar sem hann breyttist alveg í Andy. Hann fékk önnur Golden Globe en ekkert heirðist í Óskarinnum. Farelly bræðurnar(Dumb and Dumber) buðu honum hlutverk í myndinni in Me, Myself & Irene. Strax eftir að hann var búin að leika í henni fór hann í grænan búning sem The Grinch í endurgerð myndarinnar How the Grinch Stole Christmas. Eftir það tók hann sér árs frí og er nú að leika í kvikmyndinni Majestic, The (2001). Þar leikur hann hollywood rifthöfund sem lendir í bílslysi, missir minnið og stofnar fjölskylu í littlum bæ. Hún ætti að koma í febrúar 2002 til Íslands.


Kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í > http://us.imdb.com/Name?Carrey,+Jim

Hvað hefur hann fengið í laun:
How the Grinch Stole Christmas (2000) - $20,000,000 + aukahlutir
Me, Myself & Irene (2000) - $20,000,000
Man on the Moon (1999) - $20,000,000
Truman Show, The (1998) - $12,000,000
Liar Liar (1997) - $20,000,000
Cable Guy, The (1996) - $20,000,000
Batman Forever (1995) - $5,000,000
Dumb & Dumber (1994) - $7,000,000
Mask, The (1994) - $540,000
Ace Ventura: Pet Detective (1994) - $350,000

———————————————–
Ný og betri www.sbs.is