sbs, grein #2, Psycho vs. Halloween Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er önnur greinin og hún mun fjalla um Psycho vs. Halloween.

———————————–

<b>Psycho (1960)</b>

Leikstjóri : Alfred Hitchcock
Handrit : Robert Bloch, Joseph Stefano

Óskarinnn:
Tilnefnd til…
Besta leikona - Janet Leigh
Besta leiksvið - Robert Clatworthy, Joseph Hurley, George Milo
Besta myndatakan - John L. Russell
Besti leikstjórinnn - Alfred Hitchcock

Aðeins um Psycho..
Alfred Hitchcock leikstýrði meistaraverkinu Psycho árið 1960. Hún er að mörgum talin vera ein besta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún fjallar um Norman Bates sem rekur “Bates Motel” með “Mömmu” sinni(sem er bara hinn persónuleikinn hans). Einn daginn kemur Janet Leigh á módelið og hann drepur hana í sturtu atriði sem allir hafa séð. Hann er handtekinn fer á geðveikrarhæli, sleppur úr því drepur meira í 3 framhöldum. Árið 1998 kom út algert mislukuð endurgerð, þá lék Vince Vaughn Norman.

Psycho (1960)
Psycho II (1983)
Psycho III (1986)
Psycho IV: The Beginning (1991) (TV)

—————————–

<b>Halloween (1978)</b>

Leikstjóri : John Carpenter
Handrit : John Carpenter, Debra Hill

Fyrst aðeins um Halloween..
Þegar John Carpenter gerði Halloween átti hún að verða fyrsta kvikmyndin í seríu um hluti sem gerðust á hrekkjavöku, Michael Myers átti bara að vera fyrsta persónan af mörgum. Myers var í #1 og #2(sem gerist strax eftir að #1 er búin) en #3 fjallar um mann sem framleiðir grímur og hún er líka ótrulega leiðinleg, svo leiðinleg að ég spólaði mikið áfram þegar ég reyndi að horfa á hana. Allavegana þá kóm Myers aftur í 4, 5, 6, 7 og 8(því að í #7, þegar Jamie Lee Curtis drap hann, þá var þetta ekki í raun og veru hann, bara eitthver með grímuna :P). Halloween er talin af mörgum vera fyrsta alvöru slasher myndin og var fyrsta myndin þar sem psycho morðingi(sem gat alls ekki dáið) var að elta fullt af fólki upp(Scream, A Nightmare on Elm Street, Friday The 13th………..)

Smá um söguna…
Halloween 1 byrjar þegar Michael Myers, þá 6 ára, drepur systur sína með hníf, hann fer beina leið á hæli og er þar í umsjá Dr. Sam Loomis. Hann vill að Myers verði lokaður inni til eilífðar því að hann hefur fundið að hann er hrein ílska!!! En Myers sleppur samt og fer að hrella saklausa borgar, sérstaklega Jamie Lee Curtis. Dr. Loomis fer að elta hann og er að því í 6 myndum. Á þeim tíma er Myers brenndur, skotinn, stungin og allt annað en hann lifir það alltaf af. Í #7 fer hann að hrella Jamie Lee Curtis sem er systir hans(persónan sem hún leikur ekki leikonan sjálf). #7 endar þannig að Myers er hálfhögginn og deyr og allir eru ánægðir. Nei, ekki alveg, í nær #8 kemur í ljós að það var eitthver annar með grímuna og Myers kemur og drepur Curtis.

Halloween II (1978)
Halloween II (1981)
Halloween III: Season of the Witch (1982)
Halloween 4: The Return of Michael Myers (1988)
Halloween 5 (1989)
Halloween: The Curse of Michael Myers (1995)
Halloween H20: 20 Years Later (1998)
Halloween: The Homecoming (2001)
———————————-

Halloween og Psycho tengjast á nokkra vegu t.d.
Janet Leigh, aðalleikonan í Psycho, er mamma Jamie Lee Curtis. Hún kemur líka fram í H20 sem Norma(fattiði Norma = Norman :))
Svo eru alveg fullt af tenglum sem ég man ekki í augnablikinu. En þegar John Carpenter var að gera Halloween var hann að reyna að gera nýja Psycho, þess vegna réð hann Jamie Lee sem hafði næstum ekkert leikið áður.