Close Encounters of the Third Kind Close Encounters of the Third Kind (1977)

Að þessu sinni ætla ég að skrifa um hina frábæru Close Encounters of the Third Kind frá árinu 1977 en henni leikstýrði Steven Spielberg og hann Richard Dreyfuss.lék aðalhlutverkið.
Söguþráðurinn er þannig
Þegar Roy Neary (Richard Dreyfuss) er vitni af komu geimskipa frá öðrum heimi, fara undanlegir hlutir að gerast - flugvélar úr seinni heimstyrjöld sem hurfu á undalegan hátt finnast ósnertar og í fullkomnu ásigkomulægi í Mexico, eldgömul flutningarskip birtast uppúr þurru í eyðimörk, og heilmikið af fólki um allan heim (þar á meðal Neary) eru viss um það að einhver eða eitthvað sé að reyna ná til þeirra. Og Neary er viss um það að hann finni svar við þeirri spurningu sem er á allra vörum.


Þessi mynd er mjög góð, þótt að ég sé ekki mikið fyrir Sci-fi myndir. Dreyfuss skilar mjög góðum og trúlegum leik og ég er mjög ánægður með leikstjórn og tæknibrellur sem mér finns mjög flottar og vel gerðar.

Kvikmyndin var tilnefnd til 8 Óskara árið 1977, þar á meðal;
Besti leikstjóri
Besta myndtaka
Bestu hljóðvinnslu
Besta leik kvenna í aukahlutverki
Bestu tæknibrellur
Bestu sviðsstjórn
Bestu klippingu
Besta Scorið
Besta hljóð

En hlaut því miður eingöngu tvenn Óskarsverðlaun, fyrir hljóðvinnslu og myndatöku.

Þess má geta að þessi gagnrýni er um DVD útgáfuna sem kom um daginn en hún er kölluð Collectors Edition sem er þekkt undir nafninu Special Edition. En það er mjög mikill mismunur á DVD og VHS útgáfunni, þar á meðal gæði og auka atriði sem komust ekki í loka útgáfuna á kvikmyndinni.
Aukaefni á DVD útgáfunni er eftirfarandi:
- Making Of Documentary - mjög skemmtileg og vel unnið gerð myndarinnar sem er heilar 101mín.
- 1977 “Watch the Skies” Featurette - önnur gerð myndarinnar frá árinu 1977
- 14 Deleted Scenes (þar á meðal inní móðurskipinu)
- Og trailerar fyrir gömlu og special edition útgáfurnar

Leikstjóri: Steven Spielberg
Handrit: Steven Spielberg
Leikarar:
Richard Dreyfuss
Teri Garr
Melinda Dillon
Francois Truffaut

Minn dómur: * * * * af * * * * stjörnum

IndyJones
Steven Spielberg Aðdáendasíðan
[www.simnet.is/stevenspielberg]