Forrest Gump Já, Forrest Gump.. líklega ein sú besta sem ég hef séð.

Myndin kom út 1994, og flestir (þ.á.m. ég) urðu fyrir sjokki, sjokki sem er ekki neitkvætt, heldur gott. Ég vissi ekki að það væri hægt að gera svona góða mynd. Ein besta setningin sem ég man úr myndinni var “My mom always told me life was like a candybox”, það var framhald af setningunni, en ég man hana ekki alveg, því ætla ég ekki að tala vitleysu.

Robert Zemeckis, sem leikstýri hinni frábæru mynd, What lies Beneath, færði okkur þessa snilldarmynd. Forrest Gump fékk 5 óskarsverðlaun, besta myndin, leikstjórn, klipping, leikari í aðalhlutverki (Tom Hanks) og besta handrit. Næstum það sama og þrjár aðrar myndir sem hafa hlotið öll 5 helstu óskarana, besta myndin, handrit, leikstjórn, leikari í aðalhlutverki og aukahlutverk.
Myndin fékk næstum allt eins og hin frábæra mynd “Silence of the Lambs”, nema aukahlutverkið, en þetta er bara sóun á texta.

Leikur Tom Hanks var ómetanlegur í myndinni, myndin sjálf var/er stórkostleg, og guði sé lof.. hún kemur á DVD í USA 17.júlí, þá er bara að bíða þangað til hún kemur hingað.

Þar skeði nefnilega eitt stórslys, fyrir löngu, ég átti hana á VHS, en getiði hvað ? Mamma tók yfir hana.. tók upp Naked Gun ! Naked Gun tekin yfir Forrest Gump !! Þetta var algjör skandall, enda átti pabbi eftir að sjá hana og allt..

Svo var líka mjög fyndið endaatriði, þegar Gump sagðist hafa keypt hlutabréf í einhverju fyrirtæki, “æi, veit ekki, eitthvað Apple, örugglega eitthvað ávaxtafyrirtæki” :)

“The world will never be the same once you've seen it through the eyes of Forrest Gump”

Takk fyrir lesturinn,
sigzi..