100 bestu spennumyndirnar Ameríska kvikmyndastofnunin (AFI) fékk 1800 manns til að velja 100 mest spennandi myndir sögunnar. Ekki átti fólk endilega að fylgja kvikmyndageiranum, þ.e átti bara að velja þær myndir sem hrist hefðu hressilega upp í þeim. Casablanca og E.T komust td á listann, þó þær séu nú kannski ekkert brjálaður hrollur. Hitchcock er með níu myndir á listanum, Spielberg með sex og Kubrick með fimm. Psycho lenti á toppnum, Jaws í öðru og Excorcist í þriðja. North by northwest (Hitchcock) er í fjórða og Silence of the lambs í fimmta.
Endursagt úr grein af strikinu.is