Swordfish Nú um daginn sá ég nýju myndina hans John Travolta Swordfish. í stuttu máli fjallar myndin um Stanley Jobson (Hugh Jackman) sem er útbrunninn hakkari. Stanley er fengin til þess að búa til forrit sem að hryðjuverkamaðurinn Gabriel Shear (John Travolta) ætlar sér að nýta til þess að fremji hinn fullkomna glæp-. Swordfish er þessi týpiska Hollywood mynd en kemur samt sem áður nokkuð góð. Myndin er með atriði sem hafa sama keim yfir sér líkt og úr myndini The Matrix, þó svo að hún sé ekkert í líkingu við þá mynd. Hugh Jackman stendur sig með príði og er þetta alveg örugglega ekki það síðasta sem við sjáum af honum og sama gildir um Travolta stendur hann sig nokkuð vel og á myndin eflaust eftir að koma Travolta aftur á toppinn í Hollywood eins og viðbrögði myndarinnar hafa gefið til kynna í USA. Swordfish er mynd full af ýmiskonar fléttum og svikum og er hreynt ágætis skemmtun. Mæli með að fólk kíki á hana í bíó þegar hún kemur í kvikmyndahús hér á landi.

John Travolta …. Gabriel Shear
Hugh Jackman …. Stanley Jobson
Halle Berry …. Ginger
Don Cheadle …. Agent A.D. Roberts
Vinnie Jones …. Marco
Camryn Grimes …. Holly Jobson