Nýlega fór ég að sjá What Lies Beneath nýjustu mynd Harrison Ford og Michelle Piefer í Regnboganum. Svo lukkulega var að myndin var svo ný að hún var ótextuð. Myndin er í sjálfum sér afbragðs afþreying. Góðir leikarar, ágætis söguþráður og myndarleg persónusköpun. Þrátt fyrir hina þrjá ofangreinda þætti er myndin alltof “predictable” þegar spennan fer að aukast. Þetta er svona mynd í anda The Frighteners sem einmitt Robert Zemeckis gerði. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á myndum hans og hafa líkað við mæli ég eindregið með að fólk skelli sér á hana.