Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Hilary Swank og Morgan Freeman.
Leikstjóri: Clint Eastwood
Lengd: 132 mínútur
——-
Million Dollar Baby fjallar um þjálfarann Frankie Dunn(Clint Eastwood) sem ásamt vini sínum Eddie Dupris(Morgan Freeman) rekur æfingamiðstöð fyrir hnefaleikamenn.

Dag einn ákveður Frankie Dunn(Clint Eastwood) að taka að sér þjálfun unngrar konu sem þráir að komast í hringinn og það verður upphafið af dramatískri sögu sem er jafn óvænt og hún er ógleymanleg.

Í myndinni er mikið af boxatriðum enda mynd um box en það þurfa eki að vera svona margir bardagar í myndinni en útaf þessum gífurlega fjölda af bardögum verður myndin soldið langdregin.

Million Dollar Baby var tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna og hlaut 4, fyrir bestu leikstjórn, fyrir besta leik í aukahlutverki karla(Morgan Freeman) skrýtið að Freeman hafi ekki verið tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki karla, fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna(Hilary Swank) og sem besta mynd ársins. Hinar 3 tilnefningarnar voru fyrir bestu klippingu, besta handrit og besta leik í aðalhlutverki karla(Clint Eastwood).

Million Dollar Baby er 25 mynda Clint Eastwood sem leikstjóra, 57 myndin sem hann leikur í og 21 myndin sem hann framleiðir. Clint Eastwood samdi alla tónlist í Million Dollar Baby.

Ég mæli með þessari mynd og ég gef henni 8,5 af 10,0 mögulegum í einkun.
Þeir sem eiga eftir að sjá hana ættu að koma við á næstu leigu og leigja hana, eða fara út í búð og kaupa hana allavega ekki láta hana fara framhjá sér.