Skrímslin í skápnum Von er á nýrri mynd næsta vetur frá snillingunum í Pixar (Toy Story) að nafni Monsters Inc., og var nýr trailer rétt í þessu að koma út á netinu. Ég vissi nú ekki mikið um þessa mynd áður en ég sá treilerinn, og ég verð að segja að hann kom mjög svo á óvart. Þessi mynd virðist fjalla um einhver skrímslasamtök sem hafa það verkefni að hræða lítil börn með því að laumast útúr skápunum þeirra. Málið er að skrímslin eru svo miklir aumingjar að þau eru helmingi hræddari við krakkana en krakkarnir við þau. Síðan fer allt í kássu þegar einn krakkinn sleppur inn í skrímslaheiminn með tilheyrandi látum (þessi söguþráður er reyndar bara túlkun mín á treilernum, ef einhver nennir að klístra inn alvöru söguþræðinum þá er það velkomið).

Maður er nú orðinn nokkuð vanur tölvuteiknuðum myndum, þannig að það verður alltaf erfiðara og erfiðara að koma manni á óvart. Samt svona útlitslega séð þá held ég að það sé erfitt að slá þessari mynd við. Það er reyndar erfitt að dæma í svona takmarkaðri stærð og upplausn, en þetta lítur alveg óendanlega vel út. Uppáhaldið mitt er loðna kvikindið sem er á myndinni, sem ég er alveg viss um að verður jólagjöfin í ár (flöffí as hell). Hann er nú yfirleitt frekar góðlegur í treilernum þannig að myndin er ekki alveg dæmigerð fyrir hann. Áferðin á feldinum er óendanlega flott.

En það er ekki nóg að vera með útlitið í lagi, það sem gerði Toy Story myndirnar skemmtilegar voru náttúrulega áhugaverður söguþráður og fyndnar persónur. Mér sýnist þeir ekki ætla að klikka á því hérna frekar en fyrri daginn, hugmyndin er allavega mjög góð.

Þið getið náð í treilerinn á Quicktime formi <a href="http://www.apple.com/trailers/disney/monsters_inc/“ target=”nyrrrr">hérna</a>.
——————————