Driven Driven fjallar um ungan mann Jimmy Bly (Kip Pardue) sem er á hraðri uppleið í cart kappakstri (mjög líkt formúlu 1) en eitt hrjáir hann og það er athyglin sem hann hlýtur og frægðin og vegna þess þá nær hann ekki eins góðum árangri á brautinni. Carl Henry (Burt Reynolds) fær gamla stjörnu í cartinu Joe Tanto (Sylvester Stallone) til þess að hjálpa Bly að höndla frægðina og einbeita sér að akstrinum en ef honum tekst ekki að hjálpa Jimmy Bly þá er Bly látinn fara. Þar með hefst baráttan á brautini og hvort Tanto
takist áætlunar verk sitt. Driven er svo sem ágætis afrþeying en ekkert meistarstykki. Persónulega fannst mér hún skilja alltof marga lausa þræði eftir sig og auk þess voru of margir lausir þræðir í enda myndarinnar að mínu mati. Driven er mynd sem er ekkert nauðsinnlegt að sjá í bíó, alla vega mundi ég ekki vera sáttur fyrir 800 kr.


Sylvester Stallone …. Joe Tanto
Burt Reynolds …. Carl Henry
Kip Pardue …. Jimmy Bly
Stacy Edwards …. Lucretia “Luc” Jones
Til Schweiger …. Beau Brandenburg
Gina Gershon …. Cathy Moreno
Estella Warren …. Sophia Simone
Cristián de la Fuente …. Memo Moreno